Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.03.1894, Blaðsíða 14

Sameiningin - 01.03.1894, Blaðsíða 14
—10— í sögu Mósesar birtast sem guðleg teikn. þaS opinberast í þess- um undrum nafn og eðli Jehova, þess guðs, sem segir: „Eg er sá, sem eg er“, eða með öðrum orðum: Eg einn er það, sem eg er og vil vera; en allar skapaðar verur eru að eins það, sem eg vil þær sé. Um langan tíma koma nú engin undr fyrir. það ber ekki á slíkum atburðum fyr en liðin eru sjö hundruð ár. þá kemr það fyrir í ísraelsríki, að þeir Elías og Elísa gjöra krafta- verk, sem hafa þann tilgang, að lífga við og varðveita trúna á guð, sem um það leyti var því nær orðin að engu meðal guðs útvalda lýðs. Mörgum hundruðum ára síðar ber enn á undrum, það er að segja meðan stóð á útlegðinni í Babýlon, og tilgangr þeirra undra er sá, að nafn hins sanna guðs, sem þá var komið í óvirðiug, mætti aftr frammi fyrir augum heiðingjanna verða vegsamlegt. Síðan verðr í fjögr hundruð ár hlé á undrum, en er sá tími er liðinn, koma þau enn fyrir, og þá í dýrðlegri mjmd en nokkurn tíma áðr, þegar guð lætr ráðsályktan sinni mönn- unum til frelsis verða framgengt og fyrir framkvæmd postul- anna stofnar kirkju sína. Undrin eru þannig samfara hinum þýðingarmestu tímabilum í sögu opinberunarinnar. því fer þannig mjög fjarri, að þau komi fyrir hvenær sem verkast vill eins og í æfintýrum, eða hverfi smátt og smátt eftir því sem tími líðr fram. þau koma þvert á móti að eins fyrir, þá er mjög einstaklega stendr á og hinn lifandi guð sér, að þau geta haft þýðing í sögu hjálpræðisins, og fara áhrif þeirra æ vaxandi eftir því sem þau koma fyrir seinna í þeirri sögu. Undrin verða þannig flest og þýð'ingarmest á þeim tíma, þá er hin síðasta og mesta opinberan guðs er að koma fram. Undr þau, er Jesús framkvæmdi, fullnœgja mannlegri þörf og sam- þýðast mannlegu eðli betr en öll önnur undr. Kristr er hinn lieilagi á meðal syndaranna. Lif hans er þannig hið mesta and- lega undr, sem hugsazt getr. því koma kraftaverk hans svo eðlilega fram, og opinbera hina dœmalausu fylling bfs og kær- leika, sem í honutn bjó. það er þó í rauninni býsna merkilegt, að á vorri öld, þegar heimspekingarnir halda því fram, að heimrinn sé í innsta eðli sínu vilji, skuli menn ekki vilja viðrkenna, að viljinn hati þvílíkt vald yfir hlutunum eins og undrin bera vott utn. Vilji, sem ekki vissi af sjálfum sér, á, eftir því sem menn segja, að

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.