Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.03.1894, Blaðsíða 7

Sameiningin - 01.03.1894, Blaðsíða 7
—3— tekiS tólf steina úr árfarveginum, einn stein fyrir hverja ætt- kvísl þeirra. þessa steina höfðu þeir með sér, og í Gilgal, þar sem þeir slógu fyrst upp tjöldum eftir að inn í fyrirheitna land- ið var komiS, reistu þeir þessa steina upp. Hvað merkja þessir steinar? þeir merkja það, að þjóðin gekk. þurrum fótum yfir Jórdan. þeir áttu að vera ísraelsmönnum til ævarandi minn- ingar um það drottins undr, sem hafði hjálpað þeim svona yfir- náttúrlega )Tfir um ána. En þeir geta líka haft aðra þýðing fyrir oss, þessir steinar. Sagan þessi í heild sinni getr á öllum tímum minnt kristna menn á mjög þýðingarmikinn sannleik, eitt stórkostlegt atriði í fagnaðarerindi trúar vorrar. ísraelsmenn urðu að komast yfir Jórdan til þess að ná inn í sitt fyrirheitna land. í æfisögu frelsara vors Jesú Krists er nokkuð, sem samgildir Jórdan í sögu ísraelsmanna til förna, þá er þeir voru á leiðinni til Kanaanslands. það eru kvalir hans og krossdauði. Píslarsaga Jesú er sú Jórdan, sem hann verðr að vaða til þess að geta náð takmarki æfisögu sinnar. Hann verðr í andlegutn skilningi að laugast í móðu dauðans áðr en hann geti orðið upphafinn til hinnar himnesku dýrðar. En alveg eins verða lærisveinar drottins að hafa staðið í einhverjum straumi mótlætis og þrenginga til þess að geta orðið það, sem þeir upphaflega áttu að verða, orðið miklir og góðir menn, látið æfisögu sína verða á endanum sér sjálfum til sóma og lærimeist- ara sínum, hinum mikla stríðsmanni, drottni Jesús Kristi, til dýrðar. Nú má sjá, hvað steinarnir, sem Israelsmeun tóku upp úr Jórdan, geta þýtt fyrir oss. þýðingin er þessi: það er enn þá unnt, á öllum dögum unnt, jafnvel fyrir ákaflega veikan mann að komast heilu og höldnu og sigri hrósandi yfir straum mót- lætisins, yfir sannkallaða móðu dauðans. Og þegar einhver maðr hefir þannig komizt yfir urn slíka rnóðu, gengið þannig í gegnum andlega skírn, þá er hann orðinn miklu meiri maðr, miklu betri maðr, stendr miklu hærra, miklu nær drottni himn- anna, heldr en áðr en hann lagði út í þessa ófœru. Slíkr reyndr maðr, maðr, sem komið hefir út úr þvílíkum reynsluskóla, getr þá samgilt einum þessara steina, er ísraelsmenn tóku með sér upp úr miðjum farvégi Jórdanar. Karaktér slíks manns er þá

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.