Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.03.1894, Blaðsíða 16

Sameiningin - 01.03.1894, Blaðsíða 16
—12— í valdinu yfir hlutunum að sama skapi og hann hefir komizt langt í því að ná takmarki heilagleikans. það má því skoSast sem svik viS hið háa takmark, sem mannkyninu er ætlað að ná, þegar mögulegleikinn til aS framkvæma undr er fyrirfram strykaðr út af prógrammi sögunnar. Sökum þessa hafa líka menn, sem dýpra hafa hugsað, eins og Rothe, hiklaust sett sig upp á móti neitan kraftaverkanna, með því að þeir telja þá neit- an grunnskyggni eina. það er þó einkum eitt atvik, stórkostlegt og þýðingarmik- iS, í æfi Jesú, sem allar tilraunir til náttúrlegrar skýringar hljóta aS standa á; það er upprisa drottins. það helir með öllu móti verið reynt til aS gjöra þennan mikla atburð í mannkyns- sögunni aS engu, en það hefir eklci tekizt, og nú á dögum sýn- ast allar mótbárur, sem unnt er að upphugsa í þá átt, vera tœmdar, og hiS mikla undr, þar sem segja má aS öll saga hins guðlega hjálpræðis renni saman í eitt, ljómar nú í virkilegleik sínum með meiri birtu en nokkurn tíma áðr. Svo sem áðr er tekiS fram, hefirjafnvel Strauss mótmælt þeirri getgátu, sem Gyðingar fundu fyrstir uppá, að þegar post- ularnir vitnuðu um upprisu drottins síns og meistara, þá hafi þeir gjört sig seka í greinilegustu svikum. A móti því talar það, hve huglausir lærisveinarnir voru fyrst eftir dauSa Jesú, hve forviða og fagnandi þeir urðu út af því, sem kom fyrir á páskadaginn, og hvílík djörfung og trúarvissa kemr síðan fram hjá þeim alla þeirca æfi út, er þeir vitna um þann atburð. Sii djörfung er svo sterk, að eigi er annað hugsanlegt en að til grundvallar fyrir henni liggi óskeikanleg sannfœring um virki- legleik upprisunnar. Strauss hefir einnig fellt harðan dóm yfir annarri tilraun til að gjöra grein fyrir þessum atburði. Sumir þeirra, sem eru að eiga við biblíuskýringar, segja, að Jesús hafi sjálfsagt aldrei dáið á krossinum; hann hafi að eins fallið í dá eða fengið yfirlið, en svo hafi hann vaknað aftr, er hann lá í gröfinni; hið svala lort þar niðri og ilmrinn af smyrslum þeim, sem haun var smurðr með, hafi valtiö haun. það er þó sannarlega óhugsanlegt, að Jesús, eins veiklaðr og máttvana og líkami hans hlýtr að hafa veriðorðinn eftir hinar hræðilegu píslir, hafi að áliðnum sama degi getað gengið til Emmaus og þaöan aftr til baka uro kvöldið til þess

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.