Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.03.1894, Blaðsíða 8

Sameiningin - 01.03.1894, Blaðsíða 8
 —4— orð'inn fastr eins og steinn, og niaðrinn sjálfr stendr að öllum líkindum úr því eins og jarðfast bjarg, sem hvergi rótast, úr hverri átt sem andi aldarfarins blæs yfir bústað hans. það má, guði sé lof, ekki svo mjög sjaldan sjá slíka fasta og áreiðanlega karaktéra, menn, sem verðr að skoða eins og jarð- föst björg, menn, sem alveg óliætt er að treysta til þess að vera með öllu góðu, menn, sem hin góðu málefni mannfélagsins ávallt geta byggt á, menn, sem í rauninni eru máttarstólpar undir mannlegu félagi, menn, sem bera allt það, sem göfugast er í mannlífi sinnar aldar, sinnar þjóöar, sinnar byggðar, síns safn- aðar á herðurn sér — bera það með sér hvar sem þeir ganga, — og koma allt af allra bezt fram, þegar í raunirnar rekr. Só nú farið að rannsaka, hvernig á þessum mönnum stendr, þá mun það oftast koma í ljós, að þessir andlegu steinar hafa einhvern tíma staðið cða legið í miðri Jórdan. Með öðrum oröum: menn munu komast að raun um, að þessir jarðföstu karaktérar hafa myndazt í einhverju ströngu stríði, að þeir hafa átt sína ströngu reynslutíð, gengið í gegnuin andlega eða líkamlega eldraun eða hvoratveggja í einu, og eru síðan útgengnir úr baráttunni með þeim andlegum krafti og kjai-ki, sem enginn sá hefir, er ekki hef- ir viðlíka örlög reynt. Hver einustu mikilsverð sannindi, öll þau sannindi, sem eru lífið og sálin í öllum góðum fyrirtœkjum í mannlegu félagi, Öll slílc sannindi, er hafa hrundið mannkynssögunni áfram, þau samoálda líka steinunum, sem ísraelsmenn tóku til forna með sér upp úr Jórdan. 011 slík sannindi hafa verið sótt niðr í Jórdan; þau hafa verið veidd upp á djúpinu, sótt niðr í straum stríðs og mótlætis. Sannleikrinn hefir aldrei getað opinberazt hér í jarðneskum mannheimi. í sinni dýrð og krafti, enginn andlegr eða siðferðislegr sannleikr að minnsta kosti, fyr en hann í þeim eða þeim mönnum hefir verið búinn að ganga í gegnum sína píslarsögu. Enginn mikill sannleikr fæst nema fyrir stríð. Enginn getr orðið verulega mikill maður nema fyrir stríð. Eng- inn verulega góðr maðr nema fyrir stríð. Enginn verulega vitr maðr nema fyrir andlega eldraun. Enginn máttarstólpi fyrir mannfélagið nema liann hafi einhvern tíma átt heima í miðri Jórdan. Menn leiti meðal allra mikilmenna mannkynssög-

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.