Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.03.1894, Blaðsíða 15

Sameiningin - 01.03.1894, Blaðsíða 15
11- hafa látið lieiminn verða til, og vilji, sem veit af sér á á sínurn tíma að láta heiminn líða undir lok; en allan tímann, sem liggr á milli slíks upphafs og slíkra enda- loka, ætti viljinn ekki að hafa neitt vald yíir þessum sama heimi, sem honum er þó háðr? þvílíkar mótsagnir býðr biblían oss ekki. Biblían kannast fyllilega við mannlegan vilja, en ekki sem orsök þess að heimrinn sé orðinn til, heldr sem endi- mark hans. Heimrinn kemr fram sem hið stórkostlega verk- freri, erguð sjálfr hefir látið verða til í þeim tilgangi, að maðr- inn gæti fengið þar uppeldi í siðferðislegu tilliti og yfir höfuð fullkomnazt. Af þessu hlýtr þá líka það að leiða, að þetta mikla verkfœri, náttúran, er æfinlega til taks, þegar guð vill beita henni til þess að koma fram fyrirætlunum sínum mönnunum ti) fullkomnunar, — hlýtr á hverri stundu að vera undir það búin. að lilýða vilja hans og styðja að því, að hann nái tilgangi sín- um með mennina. Hver sem vill getr náttúrlega sagt, að kenn- ing biblíunnar sé heimska, en hún hefir þó að minnsta kosti engar mótsagnir inni að halda. Yér skulum enn leiða athygli manna að einu atviki. Er nokkuð óeðlilegt að hugsa sér, að hann, sem er herra mann- kynsins og sér um uppeldi þess, þegar liann veit af einhverjum manni, sem dýrð guðs og sáluhjálp meðbrœðra hans liggr á hjarta, taki þá þennan mann sér til samverkamanns til að kenna mönnum að lyfta sér upp til guðs? 0g ef svo slíkr samverka- ínaðr guðs sérstaklega sýndi sig trausts hans maklegan, hví skyldi guð þá ekki að einhverju leyti gjöra hann hluttakandi í valdi sínu yfir náttúrunni? Slíkt vald yfir náttúrunni tilheyrði einmitt manninum í upphafi, en hann var sviftr því um svo eða svo langan tíma út af því að hann syndgaði og fór illa með vilja sinn, og út af því að þá mátti líka við því búast, að hann myndi beita til ills valdi því, sem honum hafði verið veitt. Dœmi annarra eins manna og Mósesar og Elíasar sýnir oss, að fyrir miklu má trúa þeim, er trúir reynast, og af æfisögu Jesú sjáum vér, að allt getr gefið orðið í vald þess, sem mesta trú- mennsku sýnir. Sé svo, að vilji sé eðli hlutanna, og sé svo, að það, sem gott er, sé endimark hins fullkomna vilja, þá hlýtr á endanum allt það, sem náttúrunni tilheyrir, að verða lagt undir hinn heilaga vilja, og hver einstakr vilji hlýtr að fá hlutdeild

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.