Sameiningin - 01.10.1896, Page 4
116—
þann daginn, sem til þess er ætlaðr. Einn kapítulinn í æfisögu
hvers manns er um hvíldnrstundir lífs hans. Og sí kapítuli
segir oss betr en allir hinir, hver maðrinri er og hve hátt eða
lágt andi hans stefnir.
I.
Nafnið sunnudagr er af heiðinglegum uppruua. í fornöld
var sólin dýrkuð sem guð meðal heiðingjanna. Rómverjar
helguðu sólguði sínurn einn daginn og kölluðu hann sólardag—
sunnudag. Kristnir menn hirtu ekki um að raska þessu nafni.
þeir heimfœrðu það upp á þann, sem er ijós heimsins og sól
réttlætisins, — hann, sem reis upp frá dauðum á sunnudags-
morgun. Sú stund og sá dagr varð þeirn upp frá því heilagr
um fram aðrar stundir og aðra vikunnar daga. I fyrstu kristni
komu menn saman á sunnudögum til að brjóta brauðið, neyta
kvöldmáltíðarinnar, — og biðjast fyrir. þegar fyrsta sunnu-
daginn eftir upprisuna eru líkindi til að lærisveinarnir hafi
haldið heilagt, því þann dag finnum vér þá aftr inni fyrir
luktum dyrum, þegar frelsarinn koin til þeirra og sannfoerði
hinn efanda lærisvein sinn, Tómas, um veruleik upprisu sinnar
(Jóh. 20, 26). Tíu dögum eftir himnaförina eru lærisveinarnir
með einum huga til samans fyrsta dag vikunnar. Og á þeim
degi uppfyllir Jesús fyrirheit sitt um að senda þeim lieilagan
anda af himni. Arið 57 eítir Krists burð, 24 árum eftir kross-
dauða frelsarans, þegar Páll postuli ritaði hið fyrra bréf sitt til
Korinþuborgarmanna frá Efesus, segir hann: „Hvcr yðar
leggi afsíðis heima hjá sér á fyrsta degi vikunnar og geymi í
einum sjóð“ (1. Kor. 16, 2). Hanu er að biðja þá að skjóta
saman gjöfum handa fátœkum Gyðingnm í Jerúsalem. Hvers
vegna skyldi hann nefna til þess fyrsta dag vikunnar ? Að
líkindum vegna þess, að fyrsti dagr vikunnar, sunnudagrinn, er
þegar orðinn fastsettr guðsþjónustudagr safnaðarins í Korinþu-
borg, og ætlast postulinn þá til, a,ð hver safnaðarlimr, sem eitt-
hvað er fœr um að leggja af mörkum, komi með þann skerf til
guðsþjónustunnar, sem liann hefir tekið til heima lijá sér, og
leggi þá upphæð í san.eiginlegan sjóð; og verðr þá þessi kær-
leiksfórn til þurfandi trúarbrœðra einn liluti guðsþjónustunnar
sjálfrar.—í Postulanna gjörningum segir Lúkas svo frá: „En