Sameiningin

Årgang

Sameiningin - 01.10.1898, Side 9

Sameiningin - 01.10.1898, Side 9
—121 - horfi til næ.sfca ársfundar voru kosnir: séra Jónas A. Sigurðsson, séra J(5n J. Clemens og Brandr J. Brandsson, stud. med. Samkvæmfc áskoran fundarstjóra héldu þeir séra Friðrik J. Bergmann og séra Jón Bjarnason rœður, hinn fyrr nefndi um fyrirkomulag og gagn trúmálafunda í bandalaginu, og hinn síðar nefndi um það, hvað einkum ætti að vera markmið menntamála- fundanna. þeir töluðu hvor um sig hér um bil hálfa klukku- stund. Áðr en bandalagsfundi þessum var slitið var sungið 2. vers- ið af sálminum nr. 420 í sálmabókinni: „Með eigin kröftum enginn verst“ o. s. frv. "" —------------- Synodus eða prestastefnan lögákveðna á íslandi var í sumar haldin í Iteykjavík undir lok Júnímánaðar eins og tíðkazt liefir um nokkur næstliðin ár, og stóð hún yfir í tvo daga, hinn 28. og 29. þess mánaðar. Aðr en samkoman væri sett var að vanda guðs- þjónusta haldin í kirkjunni, og prédikaði séra Skúli Skúlason í Odda á Rangárvöllum við það tœkifœri og lagði út af þessum orðum í síðara bréíi Pétrs (3,18): „Vaxið í náð og þekking drottins vors Jesú Krists.“ Prédikan þessi er prentuð í „Verði Ijós!“, Júlí-númerinu. Samkoman var fámcnnari en sú í fyrra. „Verði ljós!“ segir, að þar hafi verið viðstaddir „hór um bil“ 25 prestar og prófasfcar auk stiftsyfirvaldanna. En nöfn presta. þessara sjást hvergi. Auk hins vanalega synodus-starfs, útbýtingar styrktarfjár- ins árlega til uppgjafapresta og prestaekkna samkvæmt tillögum stiftsyfirvaldanna, lágu eiginlega tvö aðalmál fyrir prestastefn- unni í þetta sinn. Annað þeirra var hið svo kallaða handbók- armál, en hitfc iriálið um aðskilnað ríkis og kirkju eða fríkirkju- málið. En í rauninni var að eins hið fyrr nefnda af þessum málum tekið fyrir. Eins og vér gátuin um hér í blaðinu í fyrra, þar sem skýrt var frá synodus þess árs, sýndust menn hafa ski 1- ið við fríkirkjumálið þá í þeirri öruggu von, að það myndi á næsta ári koma betr undirbúið inn á synodas og gæti svo þá vandlega orðið tekið til meðferðar. En þessi von rættist ekki.

x

Sameiningin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.