Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.10.1898, Page 10

Sameiningin - 01.10.1898, Page 10
Eftir fjörkippinn, sem í menn hljóp á synodus í fyrra út af þessu máli, sýnist það hafa lagzt í dá í hugum manna, því alls enginn undirbúningr hafði verið gjörðr eftir því, sem séð verðr, til þess að það gæti legið fyrir til umrœðu á þessari synodus í ákveðnara formi en áðr. Og svo var það þá enn látið bíða seinni tíma. í einu Reykjavíkr-blaðinu er þess getið, að séra Jóhannes L. L. Jóhannsson að Sauðafelli, einn þeirra, sem mest töluðu með aðskilnaði ríkis og kirkju á synodus í fyrra, og vit- anlega einhver helzti talsmaðr frtkirkjunnar, haíi ekki í þetta sinn komið á synodus fyrr en undir fundarlok, og ef til vill fyrir þá sök hefir máli þessu enn verið frestað. Haudbókarmálið lá fyrir undirbúið í hinu prentaða frum- varpi til laga um nýtt form fyrir guðsþjónustum og embættis- verkuin prcsta frá þar til kjörinni nefnd frá 1892. Hallgr. biskup Sveinsson hafði látið prenta það frumvarp í fyrra og lagði það fram á synodus þá. En nálega ekki var það þá rœtt, með því menn höfðu ekki áðr íengið neitt fœri á að kynna sér það. Aftr á móti var ætlazt til, að mál þetta gæti orðið útkljáð á næstu synodus, og í því skyni var hið prentaða frumvarp þegar í fyrra sumar sent prestum útumallt landþeim til íhugunar. Og skyldi allar athugasemdir, sem prestar kynni aðgjöra við frum- varpið, sendast biskupi fyrir miðjan Maí í ár, svo handbókar- nefndin gæti verið búin að kynna sér þær áðr en þessi synodus væri haldin. Um leið og biskup nú lagði málið fyrir synodus gat hann þess líka, að all-margar slíkar athugasemdir frá prest- um landsins hefði komið til nefndarinnar, og hefði nefndin leit- azt við að taka tillit til þeirra eftir því, sem hún hefði séð sér fœrt. í ellefta og tólfta blaði af síðasta árgangi „Sameiningar- innar“ skýrðum vér all-ítarlega frá efni hins prentaða hand- bókarfrumvarps og komum með vorar athugasemdir við hina ýmsu þætti þess. En mest töluðum vér þó þar um liinar tvær nýju guðspjallatextaraðir, sem nefndin hafði útvalið til notkun- ar við guðsþjónustur safnaðanna á helgidögum kirkjuársins í viðbót við hin fastákveðnu gömlu guðspjöll. Oss fannst, að sá partr af verki nefndarinnar stceði einna mest til bóta. Og sama finnst oss enn. Vér benturn mjög skýrt á ýmsar misfellur í þessu nýja textavali og sýndum meira að segja fratn á, að

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.