Sameiningin

Årgang

Sameiningin - 01.10.1898, Side 14

Sameiningin - 01.10.1898, Side 14
—12C— i'undarmáliS var líka einmitt um það, hvernig prestar eigi að prédika, og hóf sami maðr þær umrœður. Af öðrum málum, er tekin voru fyrir, má nefna: samtök presta í því skyni að styðja hver annan í hinu sameiginlega kirkjustarfi, altaris- göngumálið — og leiddi séra Hjörleifr Einarsson, prófastr Hún- vetninga, þau mál hæði inn á fundinn, hvort fyrir sig með sér- stökum fyrirlestri — og um stofnan unglingafélaga (einnig innleitt af séra Hjörleifi). Til að koma samtökum á meðal presta í þessum tveim prófastsdœmum var samþykkt, að þeir gengi í lögbundið félag, og reyndi til að fá prestana í Eyjafirði og þingeyjarsýslu með sér í þann félagsskap. Ákveðið, að fé- lagsmenn haldi árlega einn aðalfund að sumarlagi, sem allir sœki að íorfallalausu. Eftir hinni upphaflegu tillögu séra Hjörleifs skyldi reynt að koma unglingafélögum á í söfnuðun- um með sérstöku tilliti til altarisgöngu, sem allir játuðu að endilega þyrfti að glœða. En tillögunni var breytt í þá átt, að markmið slíks félagsskapar skyldi vera glœðing kristilegs og kirkjulegs áhuga hjá henui uppvaxandi kynslóð yfir liöfuð. Séra Hjörleifr hefir þegar komið á unglingafélagi í sínu presta- kalli og hefir í því máli eins og öðru sýnt sinn mikla kirkju- lega áhuga. Sú var ein samþykkt, er gjörð var á þessum prestafundi, að skorað skyldi á kirkjustjórn íslands, að gjöra það, sem hún geti, til þess, að þrír nafngreindir prestar í öðrum pörtum lands- ins segi af sér embætti. Og er það tilfœrt sem ástœða, að fundarmenn hafi lesið og heyrt, að þessir prestar „hafi ár eftir ár lifað í ófriði við sóknarbörn sín“ og „þar af leiðanda vinni ekki söfnuðum sínurn það gagn í sáluhjálplegu tilliti, sem prest- um samkvæmt liinni náleitu stöðu þeirra beri að vinna.“ Skilj- anlega liefir þessi ályktan ekki mælzt vel fyrir. Hvað sem utn hlutaðeigandi presta kann að mega segja, þá er eitt víst, að þessi siðbótartilraun er ekki líkleg til að ná tilgangi sínum, og í annan stað er hún ekki samkvæm guðs orði. Fundrinn hefði átt að sjá það fyrir, að prestar þeir, sem þar er við átt, myndi ekki skipast við svona lagaða áminning, myndi þvert ú móti reyna til að sitja setn fastast við sinn keip, eftir að á þennan hátt var búið að fella yfir þeitn sakfellingardóm opinberlega frammi fyrir öllum landsins lýð. það var sálarfrœðislega ó-

x

Sameiningin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.