Sameiningin

Ukioqatigiit

Sameiningin - 01.11.1898, Qupperneq 11

Sameiningin - 01.11.1898, Qupperneq 11
139— íslenzka. — Á annan hátt er á bls. 23 ruglaS tveimr ritningar- greinum frá Páli postula, og sá ruglingr er jafnvel enn verri. þar stendr svo í bókinni: „Eg samsinni lögmálinu aS það sé rétt“, og: „þessvegna er að vísu lögmálið heilagt og réttvíst og gott“. En í nýja testamentinu íslenzka hljóða greinir þessar þannig: „ [En ef eg gjöri það, sem eg ekki vil, þá] samsinni eg lögmálinu, að það sé gott“, og: „þess vegna er að vísu lögmálið heilagt, og boðorðið heilagt og róttvíst og gott“. Eóm. T, 16. 12. Sem dœmi upp á flókna og óeðlilega málsgreinarskipan í bókinni látum vér nœgja að benda á þetta á bls. 117: „Hvað skyldu englar guðs á himnum hugsa um oss vesæla (fyrir vesala), bjargþrota menn, sem eru undirorpnir allskonar freistingum, þegar guðs eilífa kærleikshjarta aumkast yfir þá og hann er bú- inn til þess að gefa þeim meira en þeir geta beðið um eða hugs- að, er þeir samt biðja svo lítt og eru svo trúarlitlir sem þeir eru.“ Bókin send af útgefanda til Yestrheims kostar 60 cts. Til Roseau. Eftir séra Friðrik J. Bergmann. Eins og getið er um í September-blaði „Sam.“ fór eg í sum- ar snögga ferð til ísl. nýlendunnar í Eoseau County, Minnesota. Eg fór keyrandi alla leið. Mér leizt miklu betr á inig en eg hafði búizt við. Fólkinu sýndist öllu líða einstaklega vel, og allir voru hjartanlega ánœgðir yfir að vera komnir þangað. Húsakynni máttu heita ágæt, eftir því, sem um er að gjöra með- al frumbyggja, og miklu betri en fýrstu hús manna voru hér í Dakota. Skólahúsum hefir verið komið upp nýlega, svo nú getr œskulýðrinn notið sömu frœðslu og annarsstaðar í eldri byggð- arlögum. Félagsskaprinn er nú fremr lítill enn þá. Nýlendan á ekkert samkomuhús á hentugum stað. Sunnudagsskóli hefir verið byrjaðr í nyrðra enda byggðarinnar, og er vonanda, að á- framhald verði á honum. þeir Jón Austmann og Matúsalem Petersen hafa fengizt mest við kennsluna, og virtust allir mjög ánœgðir yfir því. þar er nokkuö af ágætu safnaðarfólki, en engin tilraun hefir verið gjörð til að mynda söfnuð, og fór eg ekki heldr fram á það að svo stöddu; því œði-margt af fólkinu myndi ekki fást til að vera með, en byggðin lítil og fámenn, þó

x

Sameiningin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.