Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.12.1898, Blaðsíða 4

Sameiningin - 01.12.1898, Blaðsíða 4
148— María hafast við. J)að er uin mifja nótt. Húsið er fullt af safanda fólki og fénaði. Fyrir framan eina hvíluna sitr maðr. Fyrir ofan liann hún, sem nú er nýorðin móðir. Barnið hefir hún á örmum sér, soninn, sem engillinn hafði talað um við þau bæði. Stundin rennr upp fyrir henni, þegar engillinn kom inn til hennar og hún varð svo óttaslegin, en hann kallaði hana hina sælustu allra kvenna, talaði um soninn, sem guð ætlaði að gefa henni og meiri ætti að verða enn allir aðrir menn, — hann, sem verða skyldi sonr hin hæsta, konungr voldugri en Davíð, eiga eilíft konungsríki, vera heilagr og kallast sonr guðs. Var eigi þessi von of dýrðleg fyrir mannlegt hjarta ? Samt hafði hún geymt hana, engum trúað fyrir henni. Að Elízabet frænd- kona hennar hafði heilsað henni sem móður drottins síns hafði ekki verið hennar sök; drottinn sjálfr hafði lagt þau orð á tungu hennar. Og hún man, hvernig hún þá sálf fylltist heilögum anda og söng drottni lofsöng, einhvern hinn dýrðlegasta, sem komið hefir af mannavörum. Jósef hugsar um baráttuna, sem hann átti í við sjálfan sig, drauminn dýrðlega, sem liann dreymdi, orð engilsins, sem sann- fœrðu hann um, að sonrinn, sem heitmey hans átti von á, væri sonr guð3, Immanúel, guð með oss, — hinn fyrirheitni Messías ísraels. Og nú höfðu þau beðið eftir þessari stund, að þau fengi að sjá hann. Oft hafa mannlegar vonir risið hátt, en aldrei eins hátt og í brjóstum þeirra. Stundin er komin; nú hafa þau hann hjá sér. Hvítvoðungrinn þessi er sonrinn, sem engillinn hafði talað um, sá, er heita skyldi Jesús, af því hann átti að frelsa, — sá, sem spámennirnir höfðu spáð um, sá, sem verða átti vold- ugri en Davíð og sitja að völdum til eilífðar. Heldr þú, að verið hafi nokkurn tíma eins mikil hátíð í nokkrum mannlegum hjörtutn og í hjörtum þeitra Jósefs og Maríu þessa nætrstund ? Mun eigi hafa sungið í sálu þeirra : „Önd mín lofar drottin, og andi minn gleðr sig í guði, frelsara m(num“? það var fyrsta jólahátíðin hér á jörðinni. Og eg vil setj- ast hjá þeim Jósef og Maríu og læra að halda jól, — læra að láta vera hátið í hjarta mínu, — lof'a drottin fyrir það, að mér ep frelsari fœddr.

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.