Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.12.1898, Blaðsíða 7

Sameiningin - 01.12.1898, Blaðsíða 7
-151 — annars er, vesöl og aum, og þá er einstaklingrinn, þó hann ann- ars hati allsnœgtir, vansæll, skilr ekki jólafögnuðinn, hvorki sína eigin né Jesú fœðing. En við jóla-sumbl syndarinnar heyrast þessi áminningar- orS : „Trú þú ei, maðr, á hamingju hjól, heiðríka daga, né skín- andi sól, þó leiki þér gjörvallt í iyndi.“ Hve margir af þeim, sem fyrir skömuiu eyddu jólatíðinni einungis til hins ytra und- irbúnings, hugsuðu allt utn vinagjaíir og veraldarprjál, en ekki um sitt eigið hjarta sent jólagjöf tii frelsarans, —- tnenn, sem þá trúðu á hamingjuhjólið, er þeir eltu, sem þá sáu ekki annað en heiðríkan æfidag, skínandi gleði og lífsnautnar tái, sem tæp- lega datt hin andlega, og alvarlega hlið lífsins í hug, sem naum- ast hugfestu eitt orð af jólaerindi guðs orða, en einungis drukku í stórum teigum hina ytri lifsgleði, — ó, hve margir af þeim líða nú sorgog þraut líkamlega og andlega ! þeirra jólagleði og lífsgleði er horfin. Hún var útvortis, jarðnesk, glysleg. skammvinn. Eigi vor jólagleði að vera varanleg, þá hlýtr hún að vera í Kristi, — andleg og kristileg. — Hve skatnmt er einatt i jarðlífinu frá því að jólatréð og allr þess fögnuðr er borinn út, þar til inn er borið tréð, er geyma skal hold vort og ástvina vorra. Jólin minna einnig á þetta. Æfin hans, sem á þeiin fœddist, minnir á það. Hve skatnmt var á milli nætrinnar í Betle- hem og nætrinnar í Getsemane! Hvæ tijótt líðr tíminn frá hinni fyrstu dýrðlegu jólanótt, er Betlehems-barninu var hjúkrað við móðurhjartað, til nætrinnar, er það var fjötrað, hrakið, sært, útskúfað, örmagnað og krossfest! Frá Betlehem til Golgata er skamtnt í öllum skilningi, — í æfisögu Jesú og eins í lífi vor mannanna. það leið ekki langt frá gjöfum og tilbeiðslu vitringanna til flóttans um eyðimörku til Erypta- lands. Tíminn er eklci langr, sem líðr frá lofsöng englanna við fœðing Jesú unz hin voðalegu Ramabljóð heyrast út af morð- tilraun Heródesar við Jesú-barnið Líf vort og barna vorra er háð sömu lögum að því, er hin ytri kjör snertir. Engill jólatrésins, gjafir og góðvild vina vorra, lofsöngr og fagnaðar-hósíanna fólks- ins, móðurhöndin, sem vafði oss reifutn og hjúkraði oss,—ekkert slíkt geymir oss frá þvt, ekkeit, nema hann, sem fœddist til að frelsa sitt fólk frá þess syndum. Fáein jól, fá ár, nokkra mánuði varir heilbrigði og hylli,

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.