Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.12.1898, Blaðsíða 12

Sameiningin - 01.12.1898, Blaðsíða 12
156— sera ekki hefði verið hœgt, hefði umrœðuefnið verið þrengra eða afmarkaðra, nema því að eins að umrœðurnar hefði lent út fyrir efnið. En í annan stað var þetta umrœðuefni valið með tilliti til þess, að það er því miðr svo sorglega mikið til af ósönnum krist- indómi hjá kirkjunnar eigin lýð. Freistingin svo ákaflega rík í mannlegu eðli til þess að vilja sýnast vera góðr í stað þess að vera góðr, og þá auðvitað eftir að menn liafa fengið gjöf kristin- dómsopinberunarinnar til sín til þess að viðrkenna hana að eins í orði kveðnu, vera ókristnir í hjarta og lífl, enda þótt menn gangi undir kristnu nafni. þegar drottinn vor Jesús Kristr forðum kom fram í Gyðingalandi með hinn nýja fullkomna boð- skap um guðs ríki, þá heyrði það algjörlega til undantekning- anna, að fyrir honum yrði sannir ísraelsmenn. Að eins að nafn- inu hélt allr þorri hins útvalda lýðs sér þá við guðs orð gamla testamentisins, opinberanina, sem guð hafði gefið því fólki til þess að undirbúa það undir komu sonar hans, hins fyrirheitna frelsara. Faríseaguðfrœðin ríkti þá og henni samfara ömurlegt farísealíf, fágað hið ytra, en gjörspillt og óguðlegt hið innra. Og af faríseahættinum hjá þjóð sinni stóð Jesú eins og kunnugt er meiri stuggr en af öllu öðru. Sin hörðustu orð talaði hann til mannanna með þeirri lífseinkunn. Og af öllum hættunum, sem hann sá að búnar voru söfnuði sínum, kristinni kirkju, á kom- andi öldum, var faríseaháttrinn áreiðanlega í hans huga lang- voðalegasta hættan. Á fyrstu ölduin kristninnar meðan játendr Jesú Krists íágu undir stöðugum ofsóknum var nú tiltölulega lítil freisting fyrir menn til þess að sýnast kristnir án þess að vera það. Enda gátu menntaðir heiðingjar ekki annað en borið hina dýpstu lotning fyrir hinu hreina, kærleiksríka og sjálfsaf- neitanda lífi kristinna manna þá, þó aö trúarlærdómarnir kristnu væri þeim ekki annað en fyrirlitleg heimska. En eftir að krist- in trú á dögum Konstantíns keisara var viðrkennd sem alls- herjartrú hins rómverska heimsríkis og það fór að heyra til veraldlegra hlunninda að vera talinn meðal játenda Jesú Krists, þá kom freistingin til þess að láta sér nœgja kristindómsnafnið tómt með nýju voðalega sterku afli. Og meira og meira af ó- sönnum kristindómi fór að ná sér niðri í kirkjunni. Osannr kristindómr fyrst í lífinu og síðan æ meir og meir í hinni kirkju-

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.