Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.12.1898, Blaðsíða 11

Sameiningin - 01.12.1898, Blaðsíða 11
155— sem haldinn var á eftir þeirri guðsþjdnustu, hélt séra Jónas A. SigurSsson inngangsrœðuna. Að kvöldi næsta dags, 25. Nóv., voru hinir i'jórir prestar enn allir staddir á fjölmennri kvenfélagssamkoinu, er haldin var í kirkju Yídalínssafnaðar. Og þar kom séra Jónas A. Sigurðsson enn með langa og fróðlega rœðu út af því, sem hann sáog heyrði á íslandi. Daginn eftir hélt ritstjóri „Sam.“ heim til sín norðr til Winnipeg ásamt séra Jóni J. Clemens, sem að kvöldi sunnu- dágsins 27. Nóv., fyrsta sunnudags í aöventu, prédikaði fyrir hann í Fyrstu lútersku kirkju og tók hann og nokkra aðra safnað- árinenn til altaris. Á mánudag, 28. Nóv., hélt séra Jón Clemens heimleiðis vestr í Argyle-byggð. Allir samtalsfundirnir voru vel viðunanlega sóttir eftir því, sem á stóð, — sumir ágætlega. Bein hluttaka leikmanna í rœðu- höldunum var sumsstaðar fremr lftil. En j-fir höfuð að tala leit út fyrir, að almenningr væri ánœgðr með fundahöldin. Og eng- inn vafi er á því, að þau hafa vakið hjá mönnum margar nýjar og nytsamar hugsanir um kristilega trú og kristilegt 1 f. Einna bezt fannst oss samtalsfundrinn í Vídalfnskirkju heppnast. þar tóku flestir leikmenn til máls. Sannr kristindómr. þetta var, eins og þegar hefir verið um getið, efniö,, sem menn höfðu til umrœðu á þessum síðustu trúarsamtalsfundum vorum. það var að einu leyti valið rneð tilliti til þess, að það er svo afar víðtœkt, svo víðtœkt, að það nær út yfir öll kristileg trúarmál, öll inal, sein snerta hinn kristilega siðalærdóm, öll hin miklu sáluhjálparmál og framfaramál, sem kirkja Jesú Krists hefir meðferðis. Lægi þeim eða þeim safnaðarlimnum eitthvað sérstakt á hjarta, snertanda kristna trú eða kristilegt líf, sem hann vildi fá skýring á eða vekja athygli að öðrum til uppbygg- ingar, þá var auðsætt, að því mætti korna að við trúarsamtal út af þessu efni: sönnum kristindómi. Allt slíkt heyrði að sjálf- sögðu því víðtœka umrœðuefni til. Enda reyndist það einmitt s.’o á samtalsfundum þessum, að hreift var við mörgum atriðum í trúarlífi kristinna einstaklinga og hinu kirkjulega féjagslífi.

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.