Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.12.1898, Blaðsíða 16

Sameiningin - 01.12.1898, Blaðsíða 16
—160— — Hr. Stefán Pálsson, seui fyrir hálfu þriöja ári var út- skrifaðr frá Thiel College í Greenville, Pennsylvania, hefir síðan lesið guðfrœði á prestaskóla General Council-inanna í Phila- delphia. þetta er hið seinasta námsár hans þar. 1 sumar og fyrra sumar prédikaði hann í ýmsum ensk-lúterskum kirkjum þar eystra. —Herra Árni Guðmundsen í Detroit Harbor, Wisconsin, hefir sent oss 10 dollara gjöf til handa skölasjóði kirkjufélagsins frá Guðnýju Helgadóttur, ekkju Jóhannesar Magnússonar, er fyrir skömmu andaðist í Lincoln county, Minnesota. ,,þessi aldraða kona“, ritar hr. Á. G., „erfði fáa dollara eftir Ólaf bröður sinn, sem dö fyrir 2 árum, og þar sem hún vissi, að Olafr heitinn var vinveittr kirkjufélaginu og hafði einhvern tíma haft á orði að styrkja það, þá sendir hún hér með nálega þriðjung af arfinum.“ Vér tjáum gefanda hjartanlega þökk og óskum henni drottins blessunar. —Um aðra 10 dollara gjöf kirkjufélaginu til handa höfum vér og nýfengið skeyti frá séra Birni B. Jönssyni. Hvernig á henni stendr og í hvaða tilgangi hún er gefin, frá því skýrir hann í sérstakri grein, sem sökum rúmleysis gat ekki komizt í þetta blað ,,Sam.“, en kemr í næsta blaði. Leiðrétting.—I frumvarpi til laga fyrir bandalag kirkjufélagsins, sem prentað er í Oktöber nr.i ,,Sam.“, er villa, þar sem í 1. gr. 5. kafla stendr, að „engu öðru fólki en því, er heyrir kirkjufélaginu til, sé hér eftir veitt þar innganga11 (nefnilega í bandalög safnaðanna). I stað orðsins „kirkjufélaginu11 á þar að standa; „lúterskum söfnuðum“. Þessi breyt- ing var á fundinum í sumar gjörð við hið upphaflega frumvarp, en gleymdist við prentan fundargjörningsins fyrst í ,,Lögbergi“ og síðan í „Sam." — í nafni hr. Jóns V. Þorlákssonar að Mountain, N.-Dak„ höfum vór verið beðnir að geta. þess, að þessar upphæðir hafi honum nýlega verið borgaðar til minnisvarða bróður hans, séra Páls heitins Þorláks- sonar: frá Sigfúsi Bergmann -íl.00, frá Jóni J. Mæri ?4.00 og frá Ind- riða Sigurðssyni $2.00. - Hjá ritsti óra ,,Sam.“ fást nú íslenzkar hiblíur og nýja testament (frá brezka bibliufélaginu). Biblían kostar $1.45, nýja testamentið 60cts. ,,KENNARINN“, mánaðarrit til notkunar viö kristindómsfrœðslu barna í sunnu- dagsskólum og heimahúsum; kernr út i Minneota, Minn. Árgangrinn, 12 nr., kostar að eins 50 cts. Ritstj iri séra Björn B. Jónsson. Útg. S. Th. Westdal. ,,ÍSAFOLD“, !ang-mesta blaðið á íslandi, kemr út tvisvar í viku allt árið; kostar i Ameríku $1.50. Halldór S. Bardal, 181 King St,, Winnipeg, er útsölumaðr. „VERÐI LJÓS !“— hið kirkjulega mánaðarrit þeirra séra Jóns Helgasonar, séra Sigurðar P. Sívertsens og Haralds Níelssonar í Reykjavík — til sölu í bókaverzlan Halldórs S. Bardals í Winnipeg og kostaróo cts.___________________ ,,SAMEININGIN“ kemr út mánaðarlega, 12 nr. á ári. Verð i Vestrheimi: $1.00 árg.; greiðisj fyrirfram.—Skrifstofa blaðsins: 704 Ross Ave., Winnipeg, Manitoba, Canada.—Útgáfunefnd: Jón Bjarnason(ritstj.), FriðrikJ. Bergmann, Jón A.Blöndal, Björn B, Jónsson og Jónas A. Sigurðsson._______________ PRENTSMIDJA LÖGBERGS — WINNIPEG.

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.