Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.12.1898, Blaðsíða 13

Sameiningin - 01.12.1898, Blaðsíða 13
—157— legu kenning, sem eðlilega var, stundum a£ ásettu ráöi, en lang- oftast safnaöarleiðtogunum óafvitanda og nálega ósjálfrátt, farið að laga eftir heiðindómsháttum þeim, sem náð höfðu sér niðri í lífi manna. þessi vöxtr hins ósanna kristindóms í kirkjunni heldr áfram um allan heim eina öldina eftir aðra þangað til hinn mikli atburðr, reformazíónin á 16. öldinni, kom fyrir. Guðs orð heilagrar ritningar er þá af þeim Lúter og samverkamönnum hans hrifið undan mælikerinu, sem páfakirkjan hafði yfir það hvolft. Og í ijósbirtu þess orðs sást svo skýrt, hve grátlega lít- ið af sönnum kristindómi þá var eftir orðið hjá öllum þórra af hinum kirkjulega lýð landanna. Að sjálfsögðu var reformazíón- in barátta t'yrir sönuum kristindómi bæði með tilliti til kenn- ingarinnar og lífernisins. Og gleðilega mikill var árangrinn. Hreint guðs orð og því samfara skorinorð krafa; til allra krist- inna manna um það að lifa sönnu trúarlífi í Jesú nafni. En þeg- ar hagr reformazíónar-kirkjunnar var hið ytra kominú í gott horf, svo að hún þurfti ekki lengr að eiga í hinni hörðu baráttu fyrir tilveru sinni, þá óx aftr fyrir því sama fólki freistingin til — ef ekki að draga úr hinni evangelisku kenúing, þá samt að minnsta kosti úr hinum kirkjulegu líferniskröfúm. Á það var þá líka bent við umrœðurnar átrúarsamtalsfund- unum um mnnan kristindóm, að þar sem mótspyrnan gegn ís- lenzka kirkjufélaginu út af hinni kristnu trúarjátning vorri frá andstœðingunum fyrir utan væri orðin svo lítil og félagið að því leyti þyrfti ekki lengr að berjast fyrir tilveru sinni, þá yrðum vér nú fremr öllu að gjalda varhuga við því, að kristindómr vor yrði ekki að tómri ytri siðaþjónustu. í sambandi við þetta mál var og á það minnt, að á heimsmarkaðinum væri fullt af eftir- gjörðum, fölsuðum vörum. Menn reyna að eftirgjöra nálega alla góða hluti, og hinnm eftirgjörðu munum, líkamlegum og andlegum, er einatt af samvizkulitlum mönnum haldið fram, otað framan í almenning, eins og væri þeir sannir og ósviknir. Og á þessum svikum eru menn allt af að glœpast. En verst eru þessi svik, þegar um það er að rœða, sem dýrmætast er af öllu,— kristindóminn. Ósannr kristindómr, faríseatrú, hrœsni — hjá mönnum kirkjunnar — er háskalegasta vörutegundin á heims- markaðinum bæði að fornu og nýju. Og það einmitt fyrir þá sök, að sannr kristindómr er dýrmætari en allt annað,

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.