Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.12.1898, Blaðsíða 10

Sameiningin - 01.12.1898, Blaðsíða 10
sama dags, 17. Nóv., var samtalsfundr haldinn í Fyrstu látersku kirkju í Winnipeg, og hélt séra Friðrik J. Bergmann þar inn- gangsrœðuna. Næsta dag fóru hinir fjórir prestar suðr til Akra í Norðr-Dakota, þar sem séra Jónas á heima, og daginn á eftir, laugardaginn 19. Nóv., voru þeir ó fundi í Vídalínskirkju þar í grenndinni með fólki þess safnaðar. Séra Jón Bjarnason leiddi málið þar inn á fund. Á undan þeim fundi fór fram guðsþjón- usta; prédikaði séra Jón J. Clemens þá og hafði fyrir texta sög- una um lækning limafallssjúka mannsins f Matt. 9, 1—8. Sunnudaginn 20. Nóv., sfðasta sunnudag kirkjuársins, pré- dikuðu hinir aðkomnu prestar í prestaköllum þeirraséra Friðriks og séra Jónasar: séra Jón J. Clemens í kirkju þingvallasafnaðar á Eyford og séra Jón Bjarnason í kirkju Vídahnssafnaðar. Á hinum sfðarnefnda stað var flutt reformazfónarprédikan út af Jóh. 1, 44—47 og Róm. 3, 28, og var við þá guðsþjónustu fólk til altaris. Tvo næstu daga voru sömu prestarnir á samkomurn, sem kvenfélög safnaðanna á Mountain (Víkrsafnaðar) og Garðar héldu: rnánudaginn á Mountain og þriðjudaginn á Garðar. þó að veðr væri þá fyrir alvöru tekið að harðna, var merkilega margt fólk á hvorumtveggja staðnum saman komið. Aðal-núm- erið á prógrammi beggja samkomanna var rœða, sem séra Jónas flutti út af komu sinni til íslands á sfðastliðnu missiri. Sam- koman á Garðar var haldin í félagshúsi einu miklu og vönduðu, sem nýlega hefir reist verið skammt frá kirkjunni. Á miðvikudaginn, 23. Nóv., var trúarsamtalsfundr á Moun- tain í kirkju Víkrsafnaðar. Við guðsþjónustu á undan prédik- aði séra Jónas A. Sigurðsson út af orðunum: „Sjáið manninn !“ (Jóh. 17, 5). Satni prestr hélt og inngangsrœðuna á þeim sam- talsfundi. — Næsti dagr, flmmtudagrinn, hinn 24., var dagr sá, er ákveðinn hafði verið til allsherjar þakkargjörðar fyrir bjarg- ræði og blessan sumarsins liðna bæði í Bandaríkjunum og Cana- da. SUk guðsþjónusta var þá lika haldin í kirkju Garðarsafn- aðar þann dag, og prédikaði séra Jiin Bjarnason þá og lagði út af þessurn tveim ritningar greinum: „S:á, nú er hin œskilega t'ð; sjá, nú er dagr hjálpræðisins“ (2. Kor. (i, 2) og: „Hagnýtið túnann, því að nú eru hættulegir t'mar“ (Efes. 5, 16). Á samtalsfundinum,

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.