Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.12.1898, Blaðsíða 14

Sameiningin - 01.12.1898, Blaðsíða 14
—158— Vert er að minna á þaft, eins og líka var gjört á samtals- fundumum, að menn geta lifað og lifa einatt ósönnu kristin- dómslífi, lífi hrœsninnar og faríseaháttariqs, án þess sjálfir að vera sér þess meðvitandi. þannig var ástatt fyrir faríseunum gyðinglegu til forna. Og þannig einnig fyrir lýð páfakirkjunn- ar almennt á reformazíónartíðinni. Hvorirtveggja lýðirnir þótt- ust vera góðir og gjöra guði þægt verk, er þeir börðust gegn málefni guðs ríkis. Að hrœsna fyrir sjálfum sér er mjög háska- leg hrœsnistegund. þegar menn hugsa um þetta háleita mál, sannan kristindóm, þá muni allir eftir fjallrœðunni frelsarans, einkum þó þessum orðum, sem öllum kirkjunnar mönnum ætti að vera ógleyman- leg: „Ekki munu allir þeir, sem til mínsegja: ,herra, herra,‘ koma í himnaríki, heldr þeir einir, sem gjöra vilja míns himn- eska föður.“ Ómögulega má gleyma kvöldmáltíðarsakramentinu, þegar um sannan kristindóm er að rœða. Drottinn hefir alveg vafa- laust gefið lærisveinum sínum það náðarmeðal meðfram og einna helzt til þess, að þeir með því gæti prófað sinn kristindóm. í rauninni er nákvæmlega hið sama fólgið í þeirri sakramentis- gjöf eins og liggr í fagnaðarboðskap kristindómsorðsins. En í kvöldmáltíðarsakramentinu er hið víðtœka, yfirgi-ipsmikla inni- hald guðs orðs af Jesú sjálfum dregið saman í einn punkt. Miðpunktr kristindóms-opinbeiunarinnar er þar. Hjarta hins frelsanda kærleika. Kristr veitist þar allr öllum, eins og tekið er fram í hinum gamlaoggöfuga skírdagssálmi í sálmabók vorri. V ilt þú nú, maðr, sem telr þig kristinn, halda þér andlega föstuin við þennan miðpunkt opinberunarinnar ? halla þér andlega að þessuhjarta? — spyr drottinn í og með sakramenti þessu. Og þá ætti allir með sönnum kristindómi, eða sem vilja eignast sann- an kristiadóm,*>hiartans fegnir að vilja vera iðulega til altaris. Kvöldmáltíðarsakramentið dœmir hálfkristindóminn allan ræk- an úr kirkjunni. Biblíusögur -Tangs, sém fyrir þrettán árum voru gefnar út í íslenzkri þýðing eftir séraJóliann Þorsteinsson, eru nýkomnar út í Reykjavík, auknar og endrsamdar af séra Jðni Helgasyni, prestaskólakennara. I hinni eldri

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.