Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.12.1898, Blaðsíða 9

Sameiningin - 01.12.1898, Blaðsíða 9
—153 umkverfis, berskjalda fyrir hinum banvænu skeytum—ogdeyr Kristi, er ljósið ha.n slokknar. Ó, elskulega barn, glata þá ekki þessu, sem þér var gefið til að varðveita með þitt eigið líf. Mundu, að það er hann, sem er frelsari þinn. þú, synduga mannsbarn, átt að vera frelsinginn. þú, sem átt í stöðugu stríði við dauðann, gleym þá ekki, að varð- veita æfi-kertið þitt, svo að þú deyir ekki. Trúarsamtalsfundir voru í Nóvember haldnir í nokkrum söfnuðum kirkjufélagsins. þeir séra Friðrik J. Bergmann og séra Jónas A. Sigurðsson, prestar íslenzku safnaðanna í Norðr-Dakota, og séra Jón J. Cle- mens, prestr Argyle-safnaða í Manitoba, komu til Winnipeg þriðjudaginn 15. Nóv., og fóru svo næsta dag ásamt með rit- stjóra „Sam.“ norðr til Selkirk til þess að taka þátt í þannig löguðu fundarhaldi með fólki safnaðarins þar. Var svo ráð fyrir gjört, að hafa í þetta skifti samtalsfundi í fimm söfnuðum, tveim hér nyrðra (í Manitoba) og þremr fyrir sunnan (í Dakota), byrja í Selkirk, og hafa allsstaðar sama umrœðuefni. Og þessari hugs- an var framfylgt. Umrœðuefnið, sem til var tekið, var: sannr kristindómr. því miðr gátu að eins þessir fjórir af prestum kirkjufélagsins sótt fundina. Prógrammið varð nokkuð síðbúið, varð til f flýti eftir að séra Jónas A. Sigurðsson var heim kom- inn úr sinni Islandsferð. Séra Oddr V. Gíslason var um þaér mundir á ferð vestr í landi, svo til hans varð eigi náð. Séra Björn B. Jónsson á mjög ervitt með að sœkja fundi hér í norðr- byggðum sökum vegalengdar. Og séra Steingrímr N. þorláks- son, sem ákveðinn var í að sœkja fundina í Dakota-söfnuðunum, varð fyrir meiðsli í auga einmitt um það leyti, er þeir fundir voru haldnir, og gat því með engu móti komið. Samtalsfundrinn í Selkirk var haldinn að kvöldi miðviku- daginn 16. Nóv. í kirkju safnaðarins þar, og síðan var honum haldið áfram um stund næsta dag. Séra Jónas A. Sigurðsson leiddi þar málið inn á fund, og sömuleiðis prédikaði hann við guðsþjónustu, er þar var haldin á undan umrœðunum að morgni hins síðara dags. Prédikunartexti hans var 1. Kor. 4, 20: „því guðs ríki er ekki fólgið í orðum, heldr krafti". — Að kvöldi

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.