Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.12.1898, Blaðsíða 15

Sameiningin - 01.12.1898, Blaðsíða 15
—159— mynd er bók þessi vel þekkt í söfnuðum vorum, því hún hefir á ,seinní árum víðast livar lijá oss verið notuð við nndirbúning ungmenna undir ferming og sömuleiðis við sunnudagsskðlakennslu. Bðkin hefir feiigið bezta orð í Danmörk. Oss hefir allt af helzt þðtt það mega finna að henni, að hún væri of stðr. En þð hefir hún nú af séra Jðni Helgasyni verið stœkkuð svo mikið, að hún hefir víst rúmlega einum sjöttungi meira lesmál en áðr. Bðkin hefir verið notuð við trúfrœðiskennslu í latínuskðlanum í Reykjavík og til þess að gjöra hana betr fullnœgjandi við þá kennslu befir séra Jðni, sem nú hefir þá kennslu á hendi, þótt nauðsynlegt að stœkka hana. En fyrir vanalega barnakennslu hefði verið betra, aðbðkin hefði verið minnkuð frá því, sem áðrvar. Vér erum fyrir löngu komnir til þeirrar sannfœringar, að hinar litlu biblíusögur Balslevs sé nögu stór bökbandabyrjendum. Og að þegar unglingunum er orðið vel ljöst slíkt smá-ágripaf hinni helgu sögu, þásébeztaðhafabiblí- una sjálfa fyrir kennslubók. Með því móti hljóta nemendrnir að verða biblíunni vel kunnugir. En annars er svo undr hætt við, að hinn mikli biblíusögulestr leiði fiesta burt frá biblíunni, hversu vel sem kann að vera gengið frá slíkum kennslubókum. Annars er víst yfir höfuð að tala mjög vel gengið frá þessu verki séra Jöns Helgasonar. En þó þyrfti sagan eigi svo óvíða að vera fyllri en kemr fram í þessari kennslukók til þess svo mikil þekking fengist, sem heimtandi væri af stúdentum hins lærða skóla. Þannig finnst oss frá því sjðnarmiði of lítið sagt af sögu hinna tveggja ríkja, Júdaríkis og Ísraelsríkis ; sú saga of mjögí molum. Og of lítið líka sagt um opinber- anir frelsarans eftir upprisuna. Allar þær opinberanir, sem frá er skýrt í nýja testamentinu, hefði átt að geta um. Aftr á möti er það mikill kostr, að svo vel er gjörð grein fyrir spá- mönnunum flestum, sem rit hafa eftir sig látið í gamla testamentinu. Fremr finnst oss það ókostr, að vikið hefir verið frá hinum íslenzka biblíutexta, þar sem orð ritningarinnar eru tilfœrð. Þaðhefði að eins á stöku stað átt að gjöra, þá er brýn nauðsyn bar til, eins og t. a. m. þar sem komið er með innsetningarorð skírnarsakramentisins (Matt. 28, 19), sem eins og þau standa í íslenzku biblíunni geta hœglega leitt til trúar- legs misskilnings. Að öðru leyti er sjálfsagt að bíða með þær breyting- ar þangað til ný endrbœtt útgáfa er komin af biblíunni á íslenzku. I neðanmálsgrein á bls. 278 stendr, að Sál frá Tarsus hafi iíklega nefnt sig Pál eftir landstjóranum Páli Sergíus í eynni Sýprus, sem hann sneri til kristni. En sú getgáta, þðtt gömul sé, er fremr ósennileg. Miklu líklegra, að hann hafi valið sér þetta nafn með tilliti til þess, að orðið (paulus) merkir ,,lítill“, til þess stöðugt að minna sig á hið sama, sem kemr fram í þessari játning hans: „Eg er síztr (minnstr) postul- anna og ekki verðr að kallast postuli, því eg hefi ofsótt guðs söfnuð“ (1. Kor. 15, 9). ‘Kirkjusöguágripinu aftan við biblíusögur Tangs hefir séra Jón sleppt, en í þess stað býst han við rétt bráðum að gefa út annað fullkomnara í sórstökum bœklingi. XOo^

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.