Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.03.1902, Blaðsíða 8

Sameiningin - 01.03.1902, Blaðsíða 8
4 þurfa aö leggja of mikiS í sölurnar fyrir oss, kærleikr sinn krefjast of mikils af sér, verðið vera of hátt, sem hann varS af hendi aS inna oss til lausnar. Aldrei ofbýSr honum neinn kostnaðr, nein fórn af hálfu sinni, sem verða mætti oss til hjálpar, vegna þess að hann elskar oss. Honum ofbýSr að eins eitt — að nokkur brœöra sinna glatist, sem hann fórnar sér fyrir. Enginn hefir því elskaS eins og Jesús. Enginn sýnt þaS eins og hann. Enginn látiS loftið um sig verSa eins þrungiS af kærleika og hann. Hér er kærleikrinn á œðsta stigi. Hér birtist hann í allri sinni dýrS. En hér kemr líka syndin fram ljósast og ljótast. Hér gagnvart kærleikanum, í ljósi kærleikans, þegar hann skín sem allra skærast. Syndin er ljótust og sést bezt sem synd gegn honum, sem elskar — sem synd gegn Jesú Kristi, gegn dýrSlegustu og dásamlegustu kærleiksopinberan guSs. Vantrúin er engin synd, segja sumir. Hún er upplýsing, framför, vit, segja þeir. Er hún þetta, þegar vér lítum á hana í gegn um kærleika Jesú Krists? Eða er ekki óviröing á élsku þeirri, sem Jesús elskar oss meS, synd? Er ekki óvirSing á píslarkærleika hans synd? Óvirðing á fórninni, sem hann bar fram, á öllu því, sem þaS kostaði hann að fá frelsaö oss mennina, synd? Hann leggr sjálfan sig í sölurn- ar, fórnar sjálfum sér, kostar öllu til, sem unnt er að kosta, fyrir oss, af því hann elskar oss, Og svo ætti það ekki aS vera nein synd aS óvirSa þennan kærleika, meS orSum og háttalagi lýsa yfir því, aS þetta allt sé einskis viröi! — GuS hjálpi öllum, sem hugsa þannig. Ef vér viljum læra aS þekkja oss sjálf, skoSum oss þá hiS ytra og innra í ljósi kærleika Jesú Krists.—Hvað á hann skilið? Til hvers hefir hann unnið af oss? Spyrjum oss sjálf og sjáum svo, hvað hann hefir fengið hjá oss. Ef vér viljum læknast og lifa, flytjum oss þá— ekki að nokkru leyti, heldr aö öllu leyti — inn í kærleiksloftið hjá honum. Vér eigum öll kost á því. Og innst í hjarta voru þráum vér öll aS eiga heima þar sem loftiö er hollt og gott. Ó, aö vér Islendingar vildum flytja þangað allir!

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.