Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.03.1902, Blaðsíða 16

Sameiningin - 01.03.1902, Blaðsíða 16
12 ig. Kristnin guSs hér um heim heitir Jerúsalem; í hana’ inn komast hlýtr hver sem miskunnar nýtr. 23. Eg lofa, lausnarinn, þig, sem leystir úr útlegS mig; hvíld næ eg náðar spakri nú í miskunnar akri. 20. I henni’ hver einn sá er, á Jesúm trúir hér, skírðr og alla vega iðrun gjörir daglega. 24. Þú gafst mér akrinn þinn, þér gef eg aftr minn; ást þína á eg ríka, eigðu mitt hjartað líka. 21. Ókvíðinn er eg nú, af því eg hefi þá trú, miskunn guðs sálu mína mun taka’ í vöktun sína. 25. Eg gef og allan þér, æ meðan tóri' eg hér, ávöxtinn iðju minnar í akri kristninnar þinnar. 22. Hvernig sem holdið fer, hér þegar lífið þver, Jesú, í umsjón þinni óhætt er sálu minni. 26. Eins bið eg aumr þræll, að unnir þú, Jesú sæll, liðnum líkama mínum legstað í akri þínum. 27. Hveitkorn þekktu þitt, I í byndini barna þinna þá upp rís holdið mitt; | blessun láttu mig finna.—Amen. Prestaskortrinn. Eftir séra BjöeN B. Jónsson. Einu sinni sem oftar safnaöist mesti fjöldi fólks til Jesú. Hann komst við í'hjarta sínu, þegar hann sá, hvernig ástatt var fyrir því: ,,Þa8 var hiröingarlaust sem sú hjörð, er eng- an hirSi hefir. “ Ástand vort, íslendinganna margdreiföu hér í Vestrheimi, hefir löngum verið líkt þessu ástandi fólksins á Gyöingalandi. Um stóra hópa fólks vors hefir ávallt mátt segja: ,,Þeir eru sem hjörö, er engan hiröi hefir. “ Hvernig stendr á því, a5 slíkt ástand skuli geta átt sér staS nú á þessari miklu kristniboðs-öld, nú, þegar trúboðiS kristilega er rekiS af meira kappi í heiminum en nokkru sinni áðr, nú, þegar hirðar drottins fara um öll lönd og til afskekkt- ustu og aumustu þjóðflokka? Hefir guð gleymt oss? ESa er sökin hjá mönnunum, sem trúað hefir veriö fyrir íslenzkum kristindómi ? Eg hefi lesiö sögu hinna annarra þjóðflokka lúterskrar trúar, sem til þessa lands hafa flutt löngu á undan oss Islend- ingum; og eg sé af sögu þeirra, að móSurkirkjan heima, hvort heldr í Þýzkalandi eöa skandinavisku löndunum, hefir

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.