Sameiningin - 01.03.1902, Blaðsíða 15
uðum íslendingum þykir a8 líkindum enn vænna um hann
fyrir þá ósk hans.
27. (seinasta) versið í 17. passíusálminum ætti aö vera
öllum ógleymanlegt — þessi bœn, sem fram er borin meö upp-
risuboðskap Páls postula í 15. kap. fyrra bréfsins til Kor-
inþumanna í huganum:
,,Hveitikorn þekktu þitt,
þá upprís holdið mitt;
í byndinu barna þinna
blessun láttu mig finna. “
1. Svo*) sem fyrr sagt var frá,
silfrpeninga þá,
hverjir loks Júdas hrelldu,
höfuðprestarnir seldu.
2. Og keyptu einn til sanns
akr pottmakarans;
þar má fullt frelsi hafa
framandi menn að grafa.
3. Þar finnst ein þýðing fín,
þess gættu, sála mín;
af guðs ásettu ráði
um það Sakarías spáði.
4. Líkist leirkerasmið
líknsamr drottinn við,
sem Esajas fyrr sagði,
sjálfr það rétt út lagði.
5. Af leir með lífsins kraft
lét hann mannkynið skapt;
hrein ker til heiðrs setr,
hin önnur lægra metr.
6. Drottinn einn akr á,
er honum falr sá;
minnstu, hann miskunn heitir,
mæddum lýð huggun veitir.
7. Jesús er einn sá mann,
sem akrinn keypti þann;
en hans blóðdropar blíðir
borgunargjaldið þýðir.
8. Framandi fólkið það,
sem fékk ei neinn hvíldarstað,
erum vér sorgum setnir,
af syndugu eðli getnir.
9. Ulskunnar eðlið vort
útlenda hefir gjört
oss frá eilífri gleði;
í Adams falli það skeði.
10. Sálin í útlegð er
æ meðan dvelst hún hér
í holdsins hreysi naumu,
haldin fangelsi aumu.
11. Dauðinn með dapri sút
dregr um síðir út
hana, þá hreysið brotnar,
holdið í jörðu rotnar.
12. Eins og út lcastað hræ
(ef eg rétt skynjað fæ)
hjálparlaus sál mín heita,
hvíldar ei kann sér leita.
13. Hættu og hörmung þá
herrann minn Jesús sá,
önd vora’ af ást og mildi
úr útlegð kaupa vildi.
14. Faðirinn falt það lét,
friðarstað sálum hét,
ef sonrinn gjald það greiddi,
sem guðs réttlætið beiddi.
15. Opnaði sjóðinn sinn
sonr guðs, Jesús minn,
húðstrýktr, kvalinn, krýndr,
á krossi til dauða píndr.
16. Blóðdropar dundu þar,
dýrasta gjald það var;
keyptan akr því eigum,
óhræddir deyja megum.
17. Hér þegar verðr hold
hulið í jarðarmold,
sálin hryggðarlaust hvílir;
henni guðs miskunn skýlir.
18. En þú skalt að því gá:
akrsins greftrun þá
engir utan þeir fengu,
í Jerúsalem gengu.
1 Allr 17. passíusálmrinn cr hér prentai5r til samanburðar viS ritgjörSina næst á undan.