Sameiningin - 01.03.1902, Blaðsíða 13
9
um ÖSrnm, sem eftirrit tók af guðspjallinu, út á spá'zíunni til
skýringar, og síöan hafi það komizt inn í textann. En hvor-
ug getgátan er nauðsynleg. Matteus guðspjallamaðr getr \el
hafa litið svo á, að spádómrinn hjá Sakaríasi sé svo að kalla
fœddr út af hinu verklega líkingarmáli í spádómsbók Jeremí-
asar, sem hér á undan hefir verið bent á og að nokkru leyti
útskýrt. Þetta verðr enn sennilegra, þegar menn hafa að því
gætt, að víða annarsstaðar í bók Sakaríasar er borinn fram
drottinlegr boðskapr, sem bæði að efni og orðalagi augsýni-
lega á rót sína að rekja til ýmislegs spádómsmáls í bók Jere-
míasar. Og svo er enn fremr að því að gæta, að spádómr-
inn, sem Matteus kemr með og segir að rætzt hafi, þá er
ályktað var að kaupa leirkerasmiðsakrinn fyrir blóðpeningana,
stendr engan veginn orðréttr í bók Sakaríasar.
Fjórða vers hins umrœdda passíusálms hljóðar svo:
,,Líkist leirkerasmið
líknsamr drottinn við,
sem Esajas fyrr sagði,
sjálfr það rétt út lagði. “
Hér er sálmaskáldið að hugsa um þessi orð í spádómsbók
Esajasar (64, 7); ,,En nú, drottinn, þú ert vor faðir; vér er-
um leirinn; þú ert sá, sem myndaðir oss; allir erum vér þín
handaverk. “ En að því er kemr til útleggingarinnar á þess-
um orðum í 5. v. sálmsins, þá vakir þar fyrir skáldinu það, er
stendr í 9. kap. Rómverjabréfsins (9, 20—23): ,,Mun leir-
kerið segja við þann, er bjó það til: Hví bjóstu mig svona
til? Eða á ekki leirsmiðrinn ráð á leirnum, svo hann megi
gjöra úr sama deigi annað kerið til sœmdar, en hitt til van-
sœmdar?“ o.s.frv.
Þetta er inngangr til meginmálsins í passfusálminum, sem
byrjar með sjötta versinu. Þá birtist gullið, sem hann sjálfr
beinlínis grefr upp úr námu textans.
,,Drottinn einn akr á,
er honum falr sá;
minnstu, hann miskunn heitir,
mœddum lýð huggun veitir. “
Leirkerasmiðsakrinn lætr skáldið tákna miskunn guðs eða