Sameiningin - 01.03.1902, Blaðsíða 18
4
Fyrst skal eg minna á það, aS vér erum ekki lengr
,, grœnir ‘ ‘ útlendingar hér í landi. Allar helztu byggöir vorar
hafa tekið upp hérlent snið og vér erum farnir að hugsa, tala
og starfa eins og innlendir menn. Vér snúum æ meir faðm-
inum að þessu nýja fóstrlandi voru og líkjumst í öllum hlut-
um æ meir samborgurum vorum hér. Vér getum því ekki hér
eftir haft full not af neinum þeim starfsmanni, sem ekki er
hérlendr í hugsunarhætti og starfsmáta. Allsstaðar í bœjum
og víöast hvar í landsbyggðunum þurfa prestar vorir að vera
vel að sér í tungumáli landsins, enskunni, og í nálægri framtíð
verðr þaö hvervetna, að kennimaðr safnaðarins má til að vera
því vaxinn að prédika jafnt á ensku sem íslenzku.
Svo er annað, sem þarf að taka til greina. Safnaðarlíf
vort hér er fríkirkjulegt að fyrirkomulagi. Og í fríkirkjunni í
Vestrheimi er allt fyrirkomulag og öll starfsaðferð svo ólík
því, sem er í þjóðkirkjunni á Islandi, að prestar, sem vanizt
hafa eingöngu fyrirkomulagi þjóðkirkjunnar, gæti engan veg-
inn orðið að fullkomnu liði í söfnuðum vorum — eins og líka
að þeir prestar, sem vanir eru fríkirkjulega fyrirkomulaginu
hér, ekki myndi geta notið sín í þjóðkirkjunni.
Og svo er enn eitt. Ef dœma má um anda þann, sem
býr í prestaskóla Islands og ásýnd hans í blaði prestaskóla-
kennarans, ,,Verði ljós!“,— eins og það blað hefir verið í
seinni tíð—, þá er mjög vafasamt, að prestlingar frá Reykja-
víkr prestaskóla geti fengið inngöngu í kirkjufélag vort. Með
löggjöf frá kirkjuþingi árið 1893 er fyrirskipað, að allir þeir,
sem um prestsembætti sœki innan kirkjufélags vors, skuli
vera prófaðir og skuli þeir gjöra grein fyrir sinni kristilegu trú-
frœði. Nú þarf enginn að láta sér detta í hug, að nokkur
guðfrœðingr kœmist gegn um það próf og fengi mótmælalaust
inngöngu í kirkjufélag vort, sem t. a. m. fylgdi stefnu hinnar
,,hærri kritíkar“ og vefengdi það guðs orð, sem hann þó á að
skuldbinda sig til að kenna.
Já, tímarnir hafa breytzt og margra hjartans hugrenn-
ingar hafa líka orðið opinberar á síðustu tíð, svo vér erum nú
farnir að sjá, að vér ekki megum sœkjast eftir prestum frá