Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.03.1902, Blaðsíða 10

Sameiningin - 01.03.1902, Blaðsíða 10
6 þaS en drepa allra snöggvast á þa5 í sambandi viö hitt hryggðarsögu-málið eins og hann gjörir í 16. sálminum. En Hallgrímr Pétrsson leit ekki svo á það mál. Hann sá, að þetta um grafreitskaupin fyrir þrjátíu silfrpeninga var í augum guðspjallamannsins afar mikilsvert atriði í trúarlegu tilliti; og af því hann var þess fulltrúa, að þetta eins og allt annað í ritningunni væri fœrt í letr samkvæmt leiðslu og innblæstri heilags anda, þá hlaut hann að taka það ítarlega til greina. Hann yrkir út af því einn heilan langan sálm — seytjánda passíusálminn: ,,Svo sem fyrr sagt var frá“. Og leiðir hann þar fram víðtœkara trúarefni og kristindóms-evangelíum en í nokkrum hinna passíusálmanna. Sá passíusálmr er í raun og veru heilt guðspjall, gjörvallt meginmál hins kristilega trúarlærdóms. Óhugsanlegt er, að nokkur maðr með nýju skoðaninni á biblíunni, sem sumir menn eru nú af svo miklu kappi að reyna að koma inn í ís- lenzkan kirkjulýð, hefði getað orkt annað eins sálmaverk eins og passíusálmana; en allra sízt seytjánda passíusálminn. Textinn, sem sá sálmr er orktr út af, gæti ekki komið til greina sem evangelíum fyrir neinum manni ineð nýju skoðan- inni. Það er eins og Hallgrímr Pétrsson hafi, þá er hann var búinn að yrkja 16. passíusálminn, allt í einu undir leiðslu guðs anda dottið ofan á nýja gullnámu í útjaðri texta þess, er hann áðr var við að eiga og virtist þegar hafa tœmt. Fyrst ofr lítil gullæð, sem hann eins og af hending kemr auga á. Þar nemr hann svo staðar og tekr til að grafa í jörðina. Og niðr- staðan verðr, að hann finnr þar stórkostlega námu, sem hefir inni að halda óþrotlega nœgt hins skírasta gulls. Hann finnr miklu meira f þeim útjaðri textans en hann hafði áðr fundið í meginmáli textans. Hann finnr þar allan kristindóminn. Og sá fundr sýnir öllum skýrt, hvað Hallgrímr Pétrsson var bæði sem skáld og kristilegr kennimaðr. Þá er Matteus guðspjallamaðr hefir skýrt frá ráðsályktan œðstu prestanna um það, að keyptr skyldi lóðarblettrinn — leirkerasmiðsakrinn—útlendum mönnum til greftrunar, þá far- ast honum þannig orð:*) ,,Rættist þá það, sem talað er fyrir *) Þetta er nákvæmari útlegging en sú í nýja testamentinu íslenzka, sem er í almennings höndum.

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.