Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.03.1902, Blaðsíða 11

Sameiningin - 01.03.1902, Blaðsíða 11
7 Jeremías spámann, segjanda: Og þeir tóku þá þrjátíu silfr- peninga, ver5 hins virta, sem þeir virtu af hálfu Israelssona, og þeir gáfu þá fyrir akr leirkerasmiðsins eins og drottinn bauö mér. “ En nú finnast engin slík orö í spádómsbók Jere- míasar. Nokkrir staöir að vfsu í þeirri bók, sem koma með boðskap þessu efni skyldan, en ekkert nærri því eins. A þá staði skal nú bent. í upphafi 18. kapítula þeirrar bókar er frá því skýrt, að orð drottins hafi komið til spámannsins þannig hljóðanda: ,,Tak þig til og gakk í hús leirkerasmiðsins, og þar mun eg kunngjöra þér mín orð. “ Spámaðrinn segist svo hafa gjört eins og honum var boðið. Hann hitti leirkerasmiðinn þar sem hann var við vinnu sína. Hann sá, að ílátið, sem hann var að smíða, reyndist ónýtt. En sfðan bjó þó leirsmiðrinn til úr því annað ílát, gilt og gott. Þá segir drottinn við lýð- inn fyrir munn spámannsins: ,,Myndi eg ekki geta, ísraels- menn, farið eins og þessi leirkerasmiðr með yðr? Sjá, eins og leir í hendi leirkerasmiðsins—eins eruð þér í minni hendi. “ Með þessu eru jarteiknuð hin yfirvofandi örlög Gyðinga-þjóð- arinnar: herleiðingin til Babýlonar og endrreisnin, hin þjóð- ernislega endrfœðing, upp úr babýlonsku útlegðarvistinni. Því Jeremías var uppi einmitt á þeim tíma, er hinn fyrrnefnda voða-atburð bar að hendi. — I 19. kapítula sömu bókar segir spámaðrinn enn fremr frá því, að hann hafi eftir skipan drott- ins gengið til leirkerasmiðsins, keypt af honum brúsa úr leir, komið svo fram fyrir fólkið í Jerúsalem og brotið brúsann í augsýn þess á einum stað þar utanvert við borgina — í Hinn- omsdal eða Tófet, hinum ömurlegu sorpdyngju-stöðvum höf- uðstaðarins, er síðar voru nefndar Gehenna — og í drottins nafni borið fram þennan boðskap: ,,Eins mun eg þetta fólk sundr brjóta og þennan stað, eins og menn sundr brjóta leir- ílát, sem ekki verðr aftr gjört heilt. Og í Tófet munu menn jarða, því að enginn grafreitr er til að jarða í. “—I þriðja lagi er frá því sagt í 32. kap. spádómsbókar Jeremíasar, að til spámannsins hafi komið náfrændi hans, Hanamel að nafni, og boðið honum til kaups — innlausnarkaups — akr sinn, óðal ættar þeirra, í Anatót, smáboe einum örskammt frá Jerúsalem,

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.