Sameiningin - 01.03.1902, Blaðsíða 20
oftast niörstaðan sú, að skólagengnir menn kjósa sér þær lífs-
stööurnar, sem betr eru launaðar, einkum þegar þess er þá
líka gætt, að verk prestsins í íslenzku nýlendunum er afar
öröugt. Víðast hvar eru margir söfnuðir í prestakalli og þar
af leiðanda margfalt verk og sífellt ferðalag fyrir prestinn.
Kjör prestsins eru að sönnu sumsstaðar að batna, einkum að
því er launin snertir. En þetta hefir nú svona verið víðast.
Og ætíð verðr það til að aftra ungum og efnilegum mönnum
frá því að verða prestar, ef þeir vita, að prestrinn fær minni
laun en aðrir embættismenn, minni laun en margir bókhald-
arar og búðarsveinar, ef þeir sjá, að prestrinn er verr hýstr,
verr klæddr og verr fœddr en aðrir menn. Vér fáum aldrei
góða presta nema vér getum borgað þeim sœmileg laun. Og
stundum eru þessi litlu laun prestanna greidd með eftirtölum.
Læknum, lögmönnum og embættismönnum ríkisins er venju-
lega möglunarlaust borgað fyrir sín verk, en laun prestsins eru
oft klipin undan nöglum. Auðvitað á þetta sér ekki lengr
stað í gömlum prestaköilum, en þetta heyrðu og sáu ungir
menn, og sé nokkuð fráfælanda fyrir röska og sjálfstœða
menn, þá er það einmitt það að vera álitnir hálfgjörðir ölm-
usumenn.
Báðar þessar orsakir eru nú að verða léttvægari. Prest-
arnir eru nú ekki lengr ofsóttir og kjör þeirra, bæði að því, er
laun og annað snertir, fara batnandi. Það ætti því að vera
miklu aðgengilegra hér eftir en að undanförnu að gefa sig við
prestskap hjá íslendingum. (Niðrl. næst.)
Hr. G. S. Haller við Cuba-pósthús í Nebraska hefir nýlega sent kirkjufé-
lagi voru að gjöf $5.00 í missíónarsjóð þess. Enn fremr hefir sami maðr nýgef-
ið bókasafni kirkjufélagsins: Seventh-Day Adventism Renounced by D. M.
Canright. Grand Rapids, Mich. 1889.
Hr. Ólafr S. Þorgeirsson, 644 William Ave., Winnipeg, ei féhirðir .,Sam.“.
,,VERÐI LJÓSl“—hið kirkjulega mánaðarrit þeirra séra Jdns Helfíasonar og Haralds Níels-
sonar í Reykjavík—til sölu í bókaverzlan H. S. Bardals í Winnipeg og kostar 60 cents.
,EIMREIÐIN“, eitt fjölbreyttasta og skemmtilegasta tímaritið á íslenzku. Ritgjörðir, mynd-
ir, sögur, kvæði. Verð 40 cts. hvert hefti. Fæst hjá H. S. Bardal, J. S. Bergmann o. fl.
,,ÍSAFOLD“, lang-mesta blaðið á íslandi, kemr út tvisvar í viku allt árið; kostar í Ameríku
81.50. H. S. Bardal, 557 Elgin Ave., Winnipeg, er útsölumaðr.
,,SAMEININGIN“ kemr út mánaðarlega, 12 númer á ári. Sunnudagsskólablaðið ,,Kenn-
arinn“ fylgir með ,,Sam.“ í hverjum mánuði. Ritstjóri ,,Kennarans“ er séra N. Stein-
grímr Þorláksson, West Selkirk, Man. Árgangsverð beggja blaðanna að eins $1;
greiðist fyrirfram.— Skrifstofa blaðsins: 704 Ross Ave., Winnipeg, Manitoba, Canada,—
Útgáfunefnd: Jón Bjarnason, (ritstj.), Friðrik J. Bergmann, Ólafr S. Þorgeirsson,
Bjö'rn B. Jónsson, N. Steingrímr Þorláksson.
Prentsmiðja Lögbergs. — Winnipeg.