Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.06.1902, Blaðsíða 5

Sameiningin - 01.06.1902, Blaðsíða 5
53 hólm svo að kalla viS allan heiminn. Slík ummyndan á þeim, slíkr máttr, slíkt hugrekki, gat aS eins orSiS fyrir guSlegt kraftaverk. Og vér vitum, hvaða kraftaverk það var, sem kom þessari breyting til leiSar —upprisa Jesú næsta sunnu- dag eftir dauSa hans,— hiS dýrðlega undr páskahátíSarinnar. Snúum oss nú í hugleiSingum vorum aS lexíu þeirri úr upprisu-sögu Jesú, sem nú er texti minn. Þar segir frá fyrstu opinberan Jesú eftir upprisuna, opinberaninni, sem Maríu frá Magdala hlotnaSist. I guSspjallskafla þessum er hún sú ein- asta af konunum, sem birtist á páskadagsmorguninn við gröf frelsarans. Jóhannes postuli segir hér frá. I hinum guS- spjöllunum er frá því sagt, aS dálítill hópr kvenna þeirra, sem heyrSu til ástvinum hans, hafi um sólaruppkomu þann dag gengiS út að gröfinni, berandi srnyrsl til þess að smyrja líkið — fullgjöra smurning þá, sem í flýti hafði verið fram- kvæmd af þeim Jósef frá Arematía og Nikodemusi á föstu- dagskvöld samfara greftraninni í steinhvelfingunni. Og með- al þeirra er þessi kona nefnd — Marfa Magdalena. En hér birtist hún ein síns liðs. AnnaShvort hefir hún komiS fyrr um morguninn til grafarinnar en þær hinar, ellegar, hafi hún fylgzt meS þeim, þá hefir hún skilið viS þær undir eins og hún sá, aS gröfin var opin, án þess að gefa sér neinn tíma til þess aS líta inn í hana. Hún skundar — vafalaust í ákafri geðshrœring og mesta dauðans ofboði — aftr inn í borgina á fund lærisveinanna, þeirra Símonar Pétrs og Jóhannesar, segjandi við þá undir eins og hún hittir þá: ,,ÞaS er búiS aS taka drottin burt úr gröfinni, og vér vitum ekki, hvar hann hefir veriS lagðr. “ ÞaS að hann væri upp risinn órar hana ekki fyrir. En við það festir hún hugann í angist hjartans, að líkiS sé horfiS. Hún hafSi séS, að steinninn var tekinn frá grafarmunnanum. ÞaS taldi hún víst merki þess, aS gröfin væri þá líka tóm. Einhver hafði vissulega tekið lík- ama meistarans burt. Hver gat hafa gjört þaS? Vinr eða óvinr ? Og í hverju skyni? Hún vissi þaS ekki. Ef þaS var óvinr, gat það þá hafa verið til annars en aS misþyrma Jesú enn meir látnum, smána líkama hans? Ef það var vinr, hvað gat þessi burtfœrsla líksins þýtt? ÞaS var ráðgáta, sem

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.