Sameiningin - 01.08.1902, Blaðsíða 6
86
(í fyrirlestrinum ,,Þrándr í Götu“) í sambandi við nýmæli
þau um biblíuna, sem séra J. H. hefir verið að berjast fyrir,
minnt á ummæli Páls postula í 14. kap. Rómverjabréfsins,
þar sem aö einu leyti er aö rœöa um veiktrúaða og þröng-
sýna menn í þeirrar tíðar kristni, en í annan stað um sterf>-
trúaða menn með víðtœkri þekking. Þröngsýnið og veikleik-
inn í trúnni hjá hinum fyrrnefndu mönnum kom meðal ann-
ars fram í því, að þeir þorðu ekki trúar sinnar vegna að neyta
kjöts, sökum eðlilegra hleypidóma, sem inn í þá höfðu kom-
izt þeim ósjálfrátt, og neyttu því að eins jarðarávaxta; — svo
og í því, að þeir tóku suma daga í trúarlegu tilliti fram yfir
aðra, sem líka var ekki annað en hleypidómr. Eiga nú ekki
sterktrúuðu mennirnir, sem svo vel vissu, hvar sannleikrinn
lá í þessu efni, að beita allri orku til að brjóta slíka hleypi-
dóma niðr hjá þessum einfeldningum. Nei, segir postulinn.
Sannfœring hinna fáfróðu og þröngsýnu kristnu manna skal
viðrkennd af hinum. Að sínu leyti eins — sagði eg — eiga
þeir menn í kristninni nú, sem aðhyllast nýju kenningarnar
um biblíuna, að taka samvizkusamlegt tillit til sannfœringar
hinna, sem í því efni lifa í sinni gömlu barnatrú. Nei, segir
hr. E. H. Þessi samanburðr minn sé ótœkr. Hér sé um
tvennt ólíkt að rœða. Það að óhætt sé í trúarlegu tilliti að
neyta kjöts, og það að allir dagar sé jafnir—það sé að vísu
sannleikr, en ekki vísindalegr sannleikr. Kenningarnar nýju
um biblíuna þar á móti sé vísindalegs eðlis. Og því megi
með engu móti heimfœra orð postulans upp á það mál.
Svona er röksemdafœrsla sú, sem hr. E. H. beitir í þessari grein
sinni. Þetta kalla eg flœkjur eða vafninga, sem að eins geta
orðið til þess að rugla.—Hr. E. H. vill auðheyrt, að menn
gjöri vísindalegum sannleika eða því, er hann eða einhver
annar telr vísindalegar sannanir fengnar fyrir, hærra undir
höfði en öllum öðrutn sannleika. En það nær engri átt.
Meginmálið í kenningum Jesú Krists verðr aldrei vísindalega
sannað, og er þó sannleikr, og það sannleikr, sein óendan-
lega hátt stendr fyrir ofan gjörvallt sannleikssvæði það, er
mannleg vísindi ná til. En svo er og þess að gæta, að mál
það, sem postuhnn tekr til íhugunar á þessunt staö í Róm-