Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.08.1902, Blaðsíða 4

Sameiningin - 01.08.1902, Blaðsíða 4
84 náttúrlega manns vors þarf drottinn aö ljósta með sprota sín- um, og aflsinar vorar hinar andlegu, megingjarðir vorar sem drottins starfsmanna, mega til að verða traustið á honum einum. Vér þurfum að finna til þess, að eiginlega sé alls ekkert annað að óttast en það, að hafa drottin á móti sér. En ef hann sé með, þá sé raunar ekkert á móti. Þeir, sem ekkert finna til þess—láta sig litlu eða engu skifta, hvort drottinn er með eða móti,að því er snertir starfs- aðferðina—, eru óhœfir sem starfsmenn drottins. Hann fær ekki notað þá, nema hann glími við þá fyrst, svo að hið hold- lega sjálfsálit þeirra og sjálfstraust bili og þeir biðji með Jakob: ,,Eg sleppi þér ekki nema þú blessir mig. “ —Eg fer ekki neitt, gjöri ekki neitt, nema þín blessan fylgi mér. Brœðr, hverju höfum vér svo treyst og treystum? Vér prestarnir? Oss hættir svo mjög við að treysta á hœfileika vora, vit, gáfur, hyggindi, lærdóm — og á fjöldann. Að álíta það sjálfsagt góðs vita, ef vér fáum alla með í söfnuð eða höfum fjöldann fyrir tilheyrendr. Að það sé áreiðanlegt merki þess, að vér séum góðir prestar—af því íjöldinn telr oss góða og talar um oss sem góða. En vér þurfum að læra sí og æ að hafa hugfast, að öll blessan starfsemi vorrar guðs ríki til eflingar er undir því komin,að Jesús Kristr sé með oss. Líka það, að starf vort sé þannig vaxið, á þann hátt stundað, að hann g e t i verið með oss. Einnig það, að hvernig sem vér förum að og hvað sem vér reynum og hvað miklum hœfi- leikum sem vér höfum til að dreifa, þá sé oss um megn að leggja einn einasta stein í hleðslu hússins, sem drottinn er að byggja, nema hann sé með. En sé hann það, þá blessist verkið og það, sem virtist ómögulegt, reynist mögulegt. Og þér, erindsrekar safnaðanna, svarið með oss prest- unum, hverju söfnuðirnir hafi treyst og treysti? Hver hafi reynzt þeirra aðal-fjárráð guðs ríki til eflingar hjá sér? Ætli þeim hafi ekki hætt við að álíta, að allt sé undir prestinum komið,—að hann sé ,,góðr“ o: snjallr prédikari, og meðlima- tölunni og efnahag meðlimanna? Ef söfnuðr sé mannmargr og efnaðr, þá sé það ,,góðr“ söfnuðr? Söfnuðir þurfa að læra að láta sér skiljast það, að tala safnaðarmeðlima og efni

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.