Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.08.1902, Blaðsíða 3

Sameiningin - 01.08.1902, Blaðsíða 3
«3 treyst koensku, í staS þess aS treysta guSi; en sú glíma horfi honum ekki til heilla. ÞaS fær Jakob ekki séS, nema guS auSmýki hann, ,, ljósti á aflsinar hans“, traustiö mikla, sem hann haföi á sjálfum sér, hœfileikum sínum og yfirburSum. Og svo þarf hann aS sjá, aS ef lífið á aö verSa honum ávinn- ingr og hann aS fá notiS blessunar fyrirheitisins, þarf hann aS læra að treysta guöi. Þaö sé eiginlega ekki Esaú, bróðir hans, eöa nokkur maSr, sem sé aö óttast, heldr þaö, aö hafa guS á móti sér. Þaö þurfi aö vera honum fyrir öllu, aö hafa guS meö sér og blessan hans. Og niðrstaðan varð sú, aö Jakob læröi þaö þá. Hann lærði það þessa nótt, aö fram- tíðarhamingja hans öll var undir því komin, aö guð væri með honum og hann fengi aö njóta blessunar hans. SömuleiSis, þegar drottinn birtist Móses viS hinn loganda þyrnirunn. Þá fær Móses að læra þaö, að farsælleg útkoma hlutverks þess, sem honum var á hendr falið, er eingöngu bundin því, að guö veröi meS honum og veiti honum fulltingi sitt. Hann á aS treysta guöi. Nú eru 17 ár liðin, brœSr góSir, síSan vér sem kirkju- félag byrjuöum á kirkjulegri starfsemi hér vestan hafs. Hver voru fjárráð vor, er starfsemi sú hófst? Og hver hafa þau svo verið síöan? Hverju höfum vér treyst? Þaö er augljóst, aö Jesús Kristr þarf aS vera oss hið sama og hann var lærisveinum sínum, þegar þeir hófu að starfa í þjónustu hans. I honum voru fólgin öll hin andlegu fjárráö þeirra. Án hans voru þeir ekkert. Og án hans megnuðu þeir ekkert; því fyrir hann voru þeir það, sem þeir voru, og áorkuðu það, sem þeir áorkuöu. Alveg eins er því variS meö oss. Og þá fullvissu þurfum vér aö eiga, aS allt sé undir því komiS, aö hann sé meö oss á samskonar hátt og hann var með þeim — að það sé einmitt skilyrðiS fyrir far- sællegum árangri af allri kirkjulegri starfsemi vorri. Vér getum ekki rænt neinni blessan drottins— ekki nein- um sönnum guös ríkis framförum, hvorki fyrir einstaklinginn né fyrir kirkjuna. Þaö dugir engin Jakobs glíma. Vér kom- umst ekki fyrir neina Jakobs kœnsku inn í land fyrirheitisins. BrögSum verör ekki beitt guös ríki til eflingar. Aflsinar hins

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.