Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.08.1902, Blaðsíða 1

Sameiningin - 01.08.1902, Blaðsíða 1
ametmngin. Mánadarrit til stuð'nings kirkju og lcristindómi ísleudinga. gefið út af hinu ev. lút. Jcirlcjufélagi Jsl. % VestrJœimi. KITSTJÓRI JÓJST BJAUNASON. 17. árg. WINNIPEG, ÁGÚST 1902. nr. 6. Fjárráð vor. Meginmál prédikunar, sem séra N. Steingrímr Þorláksson flutti í kirkjuþings- byrjan að GarSar, N.-D., 21. Júní síðastl. ,, Sjá, eg er með yðr alla daga, allt til veraldarinnar enda“.—Matt. 28, 20. Lærisveinar Jesú standa frammi fyrir honum, meistara sínum. Hann horfir á þá og felr þeim á hendr verkið, að gjöra allar þjóðir að lærisveinum hans. Var að sjá, þegar á þá var litið, að þeir myndi vera menn til þess, líklegir til þess að geta leyst það verk af hendi? Fráleitt þvf. Og sjálf- sagt hefir þeim sjálfum ekki fundizt nein ástœða vera til þess, að sér væri trúað fyrir því. Þeir fundu vafalaust ekki neitt til sín eða hœfileika sinna. Héldu alls ekki, að sér væri fengiö þetta í hendr sökum yfirburða sinna eða þess, að þeir væri þeir fyrirtaksmenn. Hafa miklu fremr fundið til van- máttar síns og hœfileikaskorts. Og hafa, ef til vill, spurt sjálfa sig: Ætli oss hafi ekki misheyrzt? Er það hugsanlegt, að hann ætlizt til þessa af oss? Einmitt af oss? — Að leggja heiminn undir fœtr honum — heiminn, sem er jafn-andstœðr honum og óvinveittr og reyndin hefir á orðið? Það er þó óhugsanda.—Enhann bœtti líka þessu við: ,,Sjá, eg er með yðr. “ Það á þá að skiljast þannig. Hann ætlast í raun og veru til þess, að vér vinnum þetta verk. En þá hlýtr það

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.