Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.08.1902, Blaðsíða 8

Sameiningin - 01.08.1902, Blaðsíða 8
88 honum væri sökkt í sjávardjúp. “ Myndi ekki vera réttara fyrir kristna kennendr að fara eftir orSum hins síöarnefnda en hins fyrrnefnda ? — Menn hafa alls engan rétt til að hneyksla aöra, hvorki meö því, sem taliö er vísindalega sann- aö, né neinu ööru. Annars skal hér ekki meira sagt um hneykslanamál þetta. Því eg tók það all-rœkilega til íhugunar í fyrirlestri, sem eg flutti á kirkjuþingi að Garðar nú fyrir skömmu. Og sá fyrirlestr kemr væntanlega á prent áðr en mjög langt líðr. I ritgjörð séra Björns B. Jónssonar í ,,Sam. “ xvn, i um prestaskortinn hér er þess getið, að samkvæmt löggjöf frá kirkjuþingi 1893 myndi enginn mótmælalaust geta fengið inn- göngu í kirkjufélag vort, sem fylgdi stefnu hinnar hærri kritíkar og vefengdi það guðs orð, sem hann á að kenna. Séra Jón Helgason hefir í blaði sínu snúizt um á hæl og hnakka út af þessu. Og nú kemr hr. E. H. og bœtir þar gráu ofan á svart. Þegar hann í grein sinni er kominn að því atriði, þá er það, að hann beitir allri orku mælsku sinnar til þess að hrífa tilfinningar manna.—, ,Það gjörir ekkert til, hve maðr væri nátengdr Kristi í anda ; þaö gjörir ekkert til, hvað maðrinn vildi leggja í sölurnar fyrir málefni Krists; það gjörir ekkert til, hve miklum hœfileikum hann væri búinn til að efla guös ríki á jörðinni; það gjörir ekkert til, hve hógvær hann væri eöa miskunnsamr eða hreinhjartaðr eða friðsamr ; það gjörir ekkert til, hve mjög hann hungraði eða þyrsti eftir réttlætinu; það gjörir ekkert til, hve hœfr hann væri fyrir himnaríki; — inn í kirkjufélagið kœmist hann ekki, ef hann hefði þær skoðanir á tilorðning ritningarinnar, sem allir vís- indalega menntaðir guðfrœðingar í flokki mótmælenda í Norðrálfunni hafa. “—Ekki er því að neita: það er prýðilega gengið frá þessari klausu að orðalaginu til. En hugsunar- gangrinn, röksemdaleiðslan, er nákvæmlega eins og hjá vestr- íslenzku Unítörunum, þegar þeir á dögum hr. Einars Hjör- leifssonar hér voru að fárast yfir ófrjálslyndi kirkjunnar og skilyrðum þeim, sem Jesús Kristr hefirsett mönnum fyrir því að geta náð inngöngu í guðs ríki, Að sœkja mál sitt á þennan

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.