Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.08.1902, Blaðsíða 14

Sameiningin - 01.08.1902, Blaðsíða 14
94 sumar aðrar bœkr í því testamenti sé til orönar. En kenn- ingin er sú, að ýmsum ólíkum og oft algjörlega sundrleitum frumritum hafi verið steypt saman í eitt, án þess að sá, er síð- ustu hönd lagði á samsteypuverkið, hafi neitt um það hirt eða haft á því vit að laga misfellurnar eða leiðrétta mótsagnirnar í frumritunum. En þótt menn á þennan hátt geti gjört sér það skiljanlegt, hvers vegna kennimaðrinn í Midíanslandi, sem gifti Móses Sippóru dóttur sína, er ýmist nefndr Reuel eða Jetró, þá er þó betra að þurfa ekki að halda á þeirri skýring, því hún skerðir trúverðugleik biblíunnar stórvægi- lega. Hér skal því bent á aðra skýring á máli þessu, sem ekki kemr í neinn bága við guðs orð og er að öðru leyti í alla staði fullnœgjandi. En með þá skýring kemr frú Ghosn-el- Howie í ,,Sunday School Times“ (Philadelphia). Sú kona er hálærð. Hún hefir það hlutverk að rita á viku hverri þann þátt í því blaði, sem hefir fyrirsögnina Oriental Lesson Lights, enda á hún heima austr við Líbanon í Sýrlandi, hefir unnið þar að missíónarstarfi með manni sínum þarlendum um all- inörg ár, og er því sennilega nákunnug þjóðlífinu þar eystra. Hún segir: ,,Reuel (eða Ragúel) merkir hirðir guffs. Hafi það mjög þýðingarmikla nafn verið gefið honuin nýfœddum, mætti virðast, að það benti til þess, að í þeirri ætt hafi varðveitzt sögulegar minningar um Abraham, sem líka var forfaðir Midí- ansmanna. Má og vera, að það hafi tíðkazt þá eins og nú, að menn skifti um nafn við sérstök tœkifœri seinna á æfinni. Þannig er það alvanalegt nú, að þegar einhver sá, sem heitir einhverju algengu nafni, t. a. m. Farris, Dieb o. s. frv., gjör- ist munkr, prestr eða biskup, þá leggr hann það nafn niðr um leið og hann er vígðr, og tekr sér í þess stað eitthvert nafn, sem heima á í hinni helgu sögu, Jón (Jóhannes), Pétr, Páll, eða annað því um líkt. Og þótt Reuel, ef til vill, ekki áðr hafi trúað á El-Elóhe Israel (,,guð Israelsmanna“), þá er þó það víst, að lýsing Mósesar (2. Mós. 18, 8) á undrum þeim öllum, sem drottinn hafði fyrir sakir Israelslýðs látið koma fram í augsýn faraós og Egypta, hafði mikil áhrif á hann; og hann bar frain opinbera játning því viðvíkjandi, segjandi:

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.