Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.08.1902, Blaðsíða 7

Sameiningin - 01.08.1902, Blaðsíða 7
87 verjabréfinu, er einmitt í innsta eðli sínu náskylt málinu um ,,kritíkina“. Skoöanirnar þröngsýnu á fœöunni og dögun- um, sem þar er viö átt, voru gyöinglegs uppruna, náknýttar viö gamla testamentið, þaöan komnar inn í kristna söfnuði. Og úr sömu átt eru einnig skoöanirnar á því helga ritsafni, sem öld eftir öld hafa veriö ráöandi í kristinni kirkju. A gamla testamentið í heild sinni leit Jesús á dögum hinnar jarönesku holdsvistar sinnar sem guöinnblásiö orö, alveg eins og hver annar rétt-trúaör Gyðingr þeirrar tíöar. Sennilegt, aö kirkjan hans fylgdi honum í þeirri skoöan, eins og hún líka vitanlega hefir gjört allt fram á þennan dag. En nú koma þessir spekingar fram og segjast hafa fengið vísindalegar sannanir fyrir því, að þær gömlu skoðanir, sem hér er um að rœða, sé rammskakkar. Látum vera, að þeir kynni þar að hafa rétt fyrir sér. En myndi þeir ekki, svo framarlega sem trúin á hina guðlegu persónu Krists er þeim hjartanlegt al- vörumál, þurfa aö fara gætilega meö þær kenningar? Myndi þeir mega búast viö því, aö lj-’ðr kirkjunnar fengi hindrunar- laust aöhyllzt þessar nýju kenningar án þess aö bíöa af því neitt verulegt tjón í trúarlegu tilliti ? Myndi ekki hér fullt eins hætt við hneykslunum í kristninni eins og foröum út af sannleikanum viðvíkjandi fœðunni og dögunum, sem postul- inn talar um ?-—Hr. E. H. talar óheppilega og illa um það að hneyksla aöra. En það stafar líklega af því, að hann skilr ekki þetta orö — aö' hneyksla, eða að minnsta kosti leggr í það allt aöra merking en eg hefi gjört í þeim greinum mín- um um ,,kritíkina“, sem hann er aö mótmæla. Að setja fyrir menn fótakefli, svo þeir hrasi í andlegum skilningi, falli í synd—það er hin kristilega trúarmerking orðsins að hneyksla. Og í þeirri merking hefi eg notað það. En sú synd, sem mér finnst hætt viö, að menn, kristnir menn, falli í út af kenningunum nýju um biblíuna eins og þær hafa fluttar verið af séra J. H. og fleirum, er synd vantrúarinnar, aðal-syndin í heiminum aö dómi drottins Jesú sjálfs. Hr. E. H. segir: „Hneykslist þeir þá !“ En Jesús segir: ,,Ef nokkur hneyksl- ar einhvern af þessum smælingjum, sem á mig trúa, betra væri honum að mylnusteinn væri hengdr um háls honum og

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.