Sameiningin - 01.08.1902, Blaðsíða 9
89
hátt er hr. E. H. sannarlega ósamboðiS. En svona getr
,,kritíkin“ farið með vitra menn og væna.
Hvaðan hefir hr. E. H. það annars, að ,,allir vísinda-
lega menntaðir guðfrœðingar í flokki mótmælenda í Norðr-
álfunni“ hafi skoðanir þær á biblíunni, sem hann segir? Hef-
ir hann rannsakað það mál? Til þess eru engar minnstu lík-
ur. Þetta er staðhœfing œstra meðhaldsmanna ,,kritíkarinn-
ar“, sem þeytt hefir veriö út til þess að villa fyrir mönnum
sjónir, nákvæmlega sömu tegundar og margt af því, sem ýms-
ir andstœðingar hr. E. H. í pólitíkinni á Islandi hafa í
seinni tíð búið til og breitt út í rœðum og riti stjórnmála-
flokknum hans til hnekkis og háðungar. Hr. E. H. ætli
ekki að bera fyrir sig önnur eins vopn.—, ,Niðrstöðu þá, sem
einstakir lærðir menn hafa komizt að, láta hinir, sem að eins
hafa eftir öðrum, vera allsherjar niðrstöðu vísindanna“—
segir norski guðfrœðingrinn í greininni, sem stendr í Júní-
blaði ,,Sam. “*)
Hr. E. H. gjörir enga tilraun til að svara þeirri spurning
minni, hvers vegna hann sem ritstjóri ,,ísafoldar“ hafi þagað
við riti dr. Björns Ólsens um kristnitökuna á íslandi, þá er
það kom út í hitt hið fyrra. Það rit er í sjálfu sér mjög
merkilegt, og einkum hefði það átt að vera það í augum hr.
E. H. fyrir þá sök, að það er samið nákvæmlega eftir megin-
reglum hinnar „hærri kritíkar“. Hr. Haraldr Níelsson hefir
nú tekið það hlutverk að sér í ,,Verði ljós!“ (blöðunum frá
Júní og Júlí), að halda í þessu efni vörn uppi fyrir vinum vor-
um ,,ísafoldar“-ritstjórunum. Hann segir, að hr. E. H.,
*) I tímaritinu norska For Kiike os; Kultur, sem þeir Christopher Bruun og
Thorvald Klaveness gefa út í Kristjaníu, — heftunum frá Maí og Júlí síðastl. —
stendr ritgjörð ein mjög skorinorð eftir Storjohann prest gegn gamla testament-
is ,.kritíkinni". Sœnskr háskólakennari, Erik Stave, flutti fyrirlestr um
,,kritíkina“ á stúdentafundinum skandínaviska, er haldinn var í Leckö-höll f
Svíþjóð í fyrra sumar (,,Sam XVI, 8 •, og leitaðist hann þar við að fœra rök að
því, að hinar nýju kenningar um biblíuna hefði að eins góð áhrif á kristilegt
trúarlíf. Ritgjörðin umgetna í For Kirke og Kultur er nú einmitt til orðin út af
þeim fyrirlestri og rífr hann allan í sundr. Er þar sýnt, hve háskalega þær
kenningar gangi í berhögg við persónu Jesú Krists. En líka má þar sjá, að
mótmælin gegn ,,kritíkinni“ frá hálfu lærðra guðfrœðinga í Norðrálfunni eru
orðin býsna sterk og alrnenn,