Sameiningin - 01.08.1902, Blaðsíða 2
82
aÖ vera vínnandi vegr. Enda verör hann meö. Og þaö
verðr hann, sem kemr því til leiðar, að hið ómögulega verðr
mögulegt. I trausti til hans, en ekki sjálfra vor, eigum vér
að leggja á stað og vinna verkið og vinna sigr.
I trausti til hans, þeirri fullvissu, að hann væri með
þeim og verkið væri hans, átti aðal-styrkleiki þeirra að vera
fólginn, og undir því komin velgengni þeirra öll og framtíðar-
von, að hann yrði með þeim. Þetta áttu að vera aðal-fjárráð
þeirra til allra framkvæmda í þjónustu guðs ríkisins, sem þeir
voru kallaðir til að vera starfsmenn fyrir.
Það sést greinilega í upphafi hinnar kirkjulegu starfsemi,
hver vilji drottins var. Starfsmenn hans áttu að starfa full-
vissir um það, að hann væri með; því hann hefði ’neitið því.
Verkið væri hans. Þeir að eins starfsmenn hans, kallaðir til
verksins af náð. Honum ætti þeir að treysta einum. Mætti
ekki treysta öðru. — En þá máttu þeir aldrei gleyma, að
verkið var hans, en ekki þeirra, og að þeir ætti að vinna að
því eins og hann vildi.
Hin sama frumregla birtist í upphafi sfarfseminnar undir
gamla sáttmálanum. Þá lýsti guð yfir því við hina útvöldu
starfsmenn sína, hver ætti að vera fjárráð þeirra til starfsins,
starfslögmálið, sem það væri háð.
Þegar drottinn krefst þess af Abraham, að hann fórni
syni sínum, þá vill hann með því kenna honum að treysta
guði, en ekki barninu sínu. Abraham hefir verið hætta búin
af því að láta framtíðarvonir sínar fléttast utan um einkason
sinn Isak, í stað þess að guð fyrirheitisins átti að vera upphaf
og endir allra vona hans.
Eins, þegar drottinn birtist Jakob á leiðinni heim til
Kanaanslands úr útlegðinni í Mesopotamíu. Jakob hafði
treyst kœnsku sinni, er hann hafði af bróður sínum blessan
föður þeirra. Hann treysti líka í þetta skiftið ráðsnilld
sinni, þegar hann var að bœgja í burtu frá sér reiði bróður
síns, svo hann gæti komizt aftr inn í land fyrirheitisins. Við
þetta tœkifœri vildi nú drottinn með glímunni, sem allir
muna eftir, minna Jakob eftirminnilega á það, hvernig hann
hefði verið að glíma við guð um dagana, beitt brögðum og