Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.08.1902, Blaðsíða 10

Sameiningin - 01.08.1902, Blaðsíða 10
90 sem á þeirri tíð ritaSi flesta ritdóma í því blaSi, ,,muni sjálfr eigi hafa fallizt á ýmsar skoöanir rektors og auk þess eigi tal- i5 sjálfan sig hafa nœgilega þekking til að dœma til hlítar um þaö. “ Hr. E. H. hafi þvf leitaö til hr. sagnfrœðings Jóns Jónssonar til að rita um bókina fyrir blaöiö; en hann gat fyrir einhverja sök ekki orðið við þeim tilmælum. Og síðan til hr. Haralds Níelssonar sjálfs; en líka ,,hann kvað sig skorta þekking til að dœma um slíkt rit. “ Og svo kom enginn rit- dómrinn. Hún er einkennileg—þessi hógværð þeirra tveggja, E. H. og H. N. Ófullkominnar þekkingar sinnar vegna treysta þeir sér hvorugr að rita neitt um niðrstöðu hinna vís- indalegu rannsókna, sem snerta fornsögurnar íslenzku. En um samskonar ,,kritík“, sem beitt hefir verið afýmsumfrœði- mönnum út í löndum við gamla testamentis ritin, eru þeir hiklaust bærir að dœma. Þar skortir svo sem ekki þekking- una. Hér virðist vera eigi all-lítil mótsögn, sem þeir félagar gjörði vel að varpa ljósi yfir með hinni ,,hærri kritík‘‘ sinni. ,,ísafold“ (5. Júlí síðastl.) er ánœgð með skýring hr. Haralds Níelssonar á því, hvers vegna enginn ritdómr kom í því blaði um bók dr. Ólsens. En eitt er þó í því sambandi óskýrt enn: það.hvernig á því stóð,að ,,ísafold“ fór að frœða lesendr sína um fordœmingardóm þann, sem Finnr Jónsson, háskóla- kennari, kvað upp yfir því ritverki í ,,Eimreiðinni“, en lét alls þess ógetið, sem vel hefir verið um það talað í ýmsum tímaritum, meðal annars í ,,Sam. “ Vill ekki einhver af hluí- aðeigendum gjöra svo vel að skýra þetta einnig? Jón Bjarnason. Allsherjar Bandalagið, The Lnthcr Leagne of America, hélt firnmta þing sitt í St. Paul, Minn., 8.—10. Júlí. Samkvæmt áskoran frá forseta félagsins sendi eg ,,Sam.“ þennan stutta pistil til þess að fœra vorum ísl. bandalögum hjartanlega kveðju frá brœðra- félögum þeirra, sem tilheyra allsherjar sambandinu. Með því að áðr hefir verið minnzt á þetta félag í ,,Sam. “, tel eg ónauðsynlegt að fara fieiri orðum um stofnan og tilgang þess á

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.