Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.02.1905, Síða 12

Sameiningin - 01.02.1905, Síða 12
i88 eiga líkið. Hvort sem menn þakka oss fyrir verkið eða ekki, þá er ekki samvizka vor eða trú bundin neinum einstökum mönnum—aldrei. Vér erum þjónar Krists og safnaðar hans, en ails ekki neinna einstakra manna. Vér erum skyldugir að gjöra söfnuði Krists og Kristi sjálfum grein fyrir starfi og orð- um vorum, en engurn einstökum mönnum, En söfnuðrinn dœmir oss eltir orðum Krists; annars er hann ekki réttr söfn- uðr. Vér stöndum þar í þjónustu frelsarans og kirkju hans. Sem starfsmenn og erindsrekar hans eigum vér þá ráðvand- lega að inna af hendi það verk,sem hann hefir trúaö oss fyrir. Eg get unniö fyrir bróður minn það verk,—gengiö eða ekið til sorgarhússins, kirkjunnar, grafarinnar, og notað mína tungu í hans þjónustu, en trú mín og sannfœring þjónar Kristi. Eg er jafnvei ekki þjónn einstaklingsins, þegar egfer til hans á sóttarsæng til þess að útdeila honum sakramenti kvöldmáltíðarinnar (,,þjónusta“ hann); en eg er í því verki að eins þjónn Jesú Krists og líkama hans, safnaðarins. Eg er ekki heldr þjónn þess, sem eg skíri; einnig í því verki er eg þjónn hins gjörvalla líkama Jesú Krists, það er að segja hins kristna safnaðar. En þá er ogprestrinn ekki heldr, og því síður, þjónn þess, sem líkið á, sem á að grafa. Auðvitað er hann í einum skilningi þjónn einstaklinganna, sem leita til hans í því skyni að hann vinni fyrir þá prestsverk, en ekkj öð’-uvísi en Kristr þjónar hinum einstaka manni með náðar- meðulum sínum. Þegar sagt er, að prestr þjóni einstakl- ingnum, þá er það svo að skilja, að hann gjöri það með því hinu sama, sem hann þjónar öllum líkama Krists með, en alls ekki svo, að einstaklingrinn setji honum reglur fyrir því hvað hann eigi að kenna. Eiristaklingrinn er bundinn við söfnuð- inn og söfnuðrinn við Krist og orð hans. Prestrinn á ekki að vera eins og hlutr, sem menn geta látið fara manna á milli og sagt svo um leið: ,,Nú getr þú lánað hann dálitla stund, og svo getr einhver annar tekið við honum og notað hann til ein- hvers, sem honum sýnist. —Hann á ekki heldr að vera eins og þýðingarlaus skipstrjóna á safnaðarlíkamanum, sem fer þar sem söfnuðrinn skipar honum.Hann áað vera viti,sem bendirá allar hættur ogtil Krists,—en um leið viti, sem ekki dettr um

x

Sameiningin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.