Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.02.1905, Síða 13

Sameiningin - 01.02.1905, Síða 13
koll, þótt blásiö veröi ofrlítiö á hann. Viö útfarir framliöinna á hann því aö tala Krists orö ráövandlega og þá aö láta það orö áminna, leiðrétta, mótmæla og hugga. Þá kemr hann fram í anda Páls postula, sem segir, að lærdómr sinn sé ekki innifalinn í fortölum spaklegrar málsnilldar, heldr í auglýsing anda og kraftar svo að trú tilheyrendanna ,,ekki sé byggö á mannlegri speki, heldr á guðs krafti“ (i.Kor, 2, 4. 5). Þaö er eitt enn, sem prestrinn þó þarf aö hugsa um sér- staklega, og það er aö hugga. Hvernig á hann að hugga? Undir því er allt komið. Hvernig á sú huggun að vera? Hún getr verið margvísleg, segir hugsunarleysið eða grunnhyggnin undir eins. Þú átt að hugga þá sem gráta. Og er eg svo spyr: ,,Já, hvernig á eg að hugga?“—, þá fæ eg ekkert svar hjá mörgum. Eg vil spyrja: Er það að hugga að segja, að hinn látni hafi veriö góðr á heimili sfnu, góðr faðir, gott barn o. s, frv. ? Er nokkur eiginleg huggun í því? Eyðir það nokkuð ógn grafarinnar? Tekr það ekki í alla strengi hjarta míns að hugsa til þessa vinar míns og um það, sem hann var mér? Verðr ekki sársaukinn því næmari og skilnaðrinn því sárari? Eða er það huggun að telja upp öll góðverkin hans eða að tala um greind hans og gáfur? Það getr verið skemmti- legt að heyra þetta sagt um vininn. Eg lái engum það, þótt honum þyki vænt um að víðfrægt sé hið góða, sem vinr hans hinn látni hafði til að bera; en er nokkur veruleg huggun í því? Er prestrinn af drottni til þess settr að tala um þetta? Er hið heilaga embætti safnaðarins til slíks? Nei! Það er ekkert á móti því að þessu sé hreyft; en það er varasamt fyrir prest- inn að tala mikið um það, af því hann er oftast langt um of ókunnugr hinum látna til þess að geta þaö svo að alveg rétt sé farið með. Sé prestrinn nákunnugr hinum fram'iðna og hans lífi og viti með vissu, að það hefir verið sannkristilegt líf, þá segir hann frá þvi, en þó svo, það komi fram, að það var kraftr Krists og heilags anda, sem þannig starfaði í hinum framliðna. Lát þá alla heyra, hvað sé kraftr Krists, sem getr sýnt sig öfiugan í syndugum mönnum, Sé prestrinn aftr á móti ókunnugr, þá er hættulegt að hrósa. Leyndardómar heimilisins eru ekki allra eign. Og ef prestrinn talar um

x

Sameiningin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.