Sameiningin

Årgang

Sameiningin - 01.03.1905, Side 7

Sameiningin - 01.03.1905, Side 7
3 dagsskólasalnum íkjallaranum allt frá því, er kirkjan í miöjum Janúar komst aö nýju undir þak. Hiö innra lítr nú kirkjan fullt eins vel út og áör en hún brann. Tréverk allt er þar nú eikarmálað og samsvarar útliti sætanna betr en í fyrstu. Um kjallara-ofnana er einkar vel búiö, langt fram yfir þaö, er áör var. Eldsábyrgöarfélagið borgaði $3791.56 fyrir skemmdir á því, er hjá því var votryggt. En sæti, altarisstólar og rafljósa- fœri voru ekki í neinni eldsábyrgð. Viðgjörð á sætum hefir kostaö $107, á stólunum $30 og á ljósfœrum $75. Óvotryggt var einnig nýtt og dýrt píanó, sem Bandalagið haffi keypt og að eins að.litlu leyti var borgað; en um skemmdir á því verðr enn ekki neitt sagt. Tvö orgön kirkjunni tilheyrandi skemm^- ust lítið. Eins gólfábreiður.—Söfnuðir þeir, sem séra Björn B. Jónsson þjónar, sendu Fyrsta lúterska söfnuöi rétt eftir nýár að gjöf $220.75. Hr. Jón J. Vopni hefir enn að nýju lagt sig allan fram til þess að bæði fljótt og vel yrði bœtt úr skemmdunum á kirkjunni.—Með vorinu veröa nýjar aðal-dyr settar á sunnu- dagsskólasalinn út úr annarri hliöinni; þá verða og fullgjörðar ýmsar smáviðgjörðir utan kirkju. Guðbrar.dsbiblíu, sem lá á borði við altarið, er kirkjan brann, var með nauðum bjargað út úr eldinum, lítt skemmdri. Nýtt altari, vandað og fagrt, 125 dollara virði, er nú komið íkirkjuna. Það er gjöf frá kvenfélagi safnaðarins. A sd.skólaþinginu í W. peg í. Febr., sem getið er um í seinasta blaði ,,Sam. “, var talað um, hvernig kenna eigi biblíuna, og hóf séra Friðrik J. Bergmann þær umrœður; þá um söngkennslu—frú Lára Bjarnason; séra Jón Bjarnason sagði frá sd.skólaþinginu í Jerúsalem í Apríl í fyrra. Skrif- legar spurningar viðvíkjandi sd.skólanum, er séra Fr. J. B. svaraði, og söngar á undan og eftir. A bandalagsþinginu um sama leyti var fyrst rœtt um nauðsyn þess að hafa prógrömm funda vel undirbúin, þar næst um íslenzku á fundum, þá um fyrirhugaða söngbók banda- lagsins (og sunnudagsskólans), um þaö að hverju gagni banda- lögin geta orðið, og (að litlu leyti) um það hvað að sé hjá

x

Sameiningin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.