Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.03.1905, Blaðsíða 10

Sameiningin - 01.03.1905, Blaðsíða 10
6 eftir ganginum í vagninum í samtali viö nokkra kunningj-a og í gegn um skraut-sal vagnsins. Þá var klappaö á dyrnar innan frá, og einhver nefndi mig á nafn. Og er eg svaraði og dyrn- ar opnuðust, kom eg auga á Robert G. Ingersoll ofursta, og sá, að honum myndi líða eins notalega og búast mátti við í eins mollulegu lofti og þá var. ,,Voruð það þér, sem kölluðuð til mín?“ ,,Já“—sagði hann. ,,Komið hingað inn til mín. Mér finnst eg þurfi að tala. “ Eg hallaðist upp að dyrastafnum og sagði: ,,Jæja, ef þér viljið lofa mér að ráða umtalsefninu, þá. skal eg koma inn. “ ,,Að sjálfsögðu. Það er einmitt það, sem eg kýs mér. “ Eg settist niðr hjá honum og tók til máls: ,,Er nokkur guð til ?“ Snar eins óg elding svaraði hann: ,,Eg veit ekki; vitið þér það ?“ Þar næst sagði eg: ,,Er nokkur djöfull til?“ Hann svaraði: ,,Eg veit ekki; vitið þér það?“ ,,Er himnaríki til?“ ,,Eg veit ekki; vitið þér það?“ ,,Er helvíti til?“ ,,Eg veit ekki; vitið þér það?“ ,,Er líf til eftir dauðann?“ ,,Eg veit ekki; vitið þér það?“ Og eg endaði með þessum orðum: ,,Þarna hafið þér nú textana, herra ofursti. Byrjið þá. “ Og hann gjörði það. Það lá mæta-vel á honum; og er hann hafði byrjað, urðu orð hans að rœðu, sem streymdi á- Iram eins og ólganda fljót. Það var furðulegt í mesta máta, hvernig hann gékk frá hugsunum sínum; og eins og Brúðkaups- gestinum var haldið föstum af hinum blikandi augum Sæfar- ans forna^), eins sat eg sem þrumulostinn, er eg hlustaði á þá samhrœru, sem upp úr honum rann, af röksemdafœrslu, mælsku, fyndni, heimsádeilu, frekju, iotningarleysi, skáld- *) I kvæðinu alkunna eftir Coleridge The Ancient Alariner,

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.