Sameiningin

Årgang

Sameiningin - 01.08.1907, Side 6

Sameiningin - 01.08.1907, Side 6
IÓ2 en bœnin var sá þáttr dagsverksins, sem hann hlaut að sjá fyrir. Mikil er sú léttúð, sem vér gjörum oss seka í með því að segja, að vér komumst ekki til að biðja. Vér gjörum heldr en ekki lítið úr bœninni með þvi að bregða henni fyrir að eins til viðhafnar eða andlegs smekkbœtis i staðinn fyrir að fara með hana eins og sterkasta aflið, sem vér eigum ráð á. Bœnin var hjá Kristi á holdsvistartíð hans hér á jörðu sá þáttr í starfsemi hans, sem tók hvað mest upp á hann og kostaði hann mest. Meua dáöust að þýðleik hans og rósemi, en gjörðu að öllum lík- indum lítið úr þeirri venju hans að vera lengi á bœn í einrúmi. En meginhluti verks hans var framkvæmdr áðr hann kom í aug- sýn þeirra. Það, sem þeir kunnu ekki að meta honum til lofs, var aðal-atriðið í því, sem hann var fyrir þá að gjöra. Og er hér bending þess, hvernig þeir menn, sem þrungnir eru af yfir- lætis-tilfinningum og um fram allt eru að hugsa um það að verða ofan á, hljóta ávallt að verða óhœfir til að gjöra það, sem mest er í varið, af því að einmitt það verðr að vera gjört þar sem enginn getr komið á Það auga. Bœnin er göfugasti Þáttr- inn í verkinu og fullkomnan þess. Margir eru þeir, sem til þess eru fúsir að inna af hendi allt það, er sýnilega útheimt- ist til mikils þjónustustarfs, leggja sig verulega í líma í vinnu að málefni sinu að því leyti sem nauðsynlegt er því til eflingar hið ytra, en áræða Þó aldrei að láta i té þá sjálfsafneitan, sem enn þá er meiri og í því fólgin að halda sér öðruhvoru burt frá málefninu til þess á þann hátt að veita því œðri þjónustu. Það er sú fyrirhöfnin, sem öllum mönnum er ósýnileg. Það er hinn áreiðanlegasti prófsteinn þess, hvað það i raun og veru var, sem knúði manninn áfram til að vinna verk sitt. Þar er ósérplœgnin og sjálfsafneitanin allt að Þyí á hæsta stigi. Og það eru marg- ir, sem fegnir vildi gjöra allt fyrir verk sitt nema Það eitt, að biðja fyrir því. Skipum bœninni rúm þar sem Jesús setti hana. Frá því, er liann dvaldi hér á jörðu i mannlegri mynd, fór bœnin að eiga nýja sögu. í ljósbirtu eftirdœmis hans er önnum kafinn maðr einmitt sá maðr, sem sízt af öllu hefir efni á að vera bœnarlaus. Hann skilr ekki stöðu sína eða atvinnu fyrr en hann lítr á hana sem það, er guð vill feginn veita honum hjálp til. Önnum kaf- inn maðr getr beðið betr en iðjuleysinginn eða sá, er litlu þarf að sinna. Má vera, að hann geti ekki verið eins lengi á bæn og hinn maðrinn, né kunni að biðja með eins liprum orðum. Má vera, að engin sú fegrð sé við bœnina, sem kynni að koma sumum til að verða upp með sér; en hún er þó Þess eðlis, að liinn eiginlegi tilgangr og kjarni bænarinnar birtist þar miklu

x

Sameiningin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.