Sameiningin

Årgang

Sameiningin - 01.08.1907, Side 8

Sameiningin - 01.08.1907, Side 8
IÓ4 réöumst í þaö í drottins nafni eða fyrir hann geti nærri því komiö í bœnar staö. Og ef andi vor þá veit, hvaö er aö, og nemr svo allt í einu í hugsunum sínum staðar allra snöggvast og snýr sér að því, sem öllu fremr veitir starfi voru sannleiksgildi, að biöja guð um hjálp, þá er eins og birti yfir öllu því, sem vér erum aö gjöra, og þaö fái nýja merking og veröi oss að nýju áhugamáli. Oss finnst undarlegt, aö vér skyldum svo stór- vægilega rnissa sjónar á aðal-atriðinu í því, sem vér vorum aö gjöra, þá er vér finnum, aö eitt bœnar-augnablik fær oss verk vort aftr í hendr hreinsað og helgað af guöi. Og allir höfum vér gjört nógu mikið í þessa átt til þess að vita, hve veruleg reynsla sú er, en höfum þó ekki, hvernig sem því víkr við, stað- festu til að halda því áfram, og reynum svo aö haga lífi voru á einhvern annan hátt. Vér trúum ekki enn nógu mikið á bœn- ina til þess aö fara með hana sem óaflátanlegt og áreiðanlegt afl í lífinu. Betra er oss aö ganga að verki voru dálítið seinna en ella myndi, ef það er bœnar-umgengni með guði, sem tefr oss, eins og Krist forðum, en að ganga að því einni klukkustund fyrr eftir hinn vandaðasta og nákvæmasta undirbúning, sem hyggju- vit vort eitt hefir stýrt, hversu miklum hœfileikum sem vér kunnum að vera gœddir. Undarlegt er það, að þá er vér tök- um ný áform, setjurn vér oss það fyrir að vinna af kappi og án afláts að mörgu, sem útheimtir eftirtekt vora; en bœnin virðist oss of andlegs eðlis til þess að hún geti talizt til starfa vorra. Vinnum vér því rnikið, en berum lítið úr býtum. Vér beitum miklu meiri orku en á þarf að halda. Vér látum teygjast úr því, sem framkvæma hefði mátt á stuttum tíma, þangað til véi erum orðnir þreyttir. Vér leitumst viö að gjöra rneira og meira, í þeirri ímyndan, að á þann hátt verðum vér ofan á, gleymandi því, að það er guð, sem eykr og ávaxtar. Bœnina ætti menn að láta vera samfara harðri vinnu, því bœnin sjálf er hörð vinna. Verksviðið bezta, sem hún getr fengið, er ekki á kyrrlátustu stundum vorum, l á er vér erum út úr hávaða daglega lífsins, heldr þá er harðasta lífsbaráttan stendr yfir. Látum vera, að það sé ervitt að biðja guð; bœnin ryðr þó burt því, sem ervitt er í öllu cðru. Þótt menn láti bœnagjörð eða guðsþjónustu niðr falla af því að þeir í hjartan- legri einlægni ímynda sér, að skyldustarf þeirra krefjist þess, þá lama þeir þó einmitt með Þvi verkið sjálft til stórra muna. Það kostar áreynslu að biðja. í því skjátlast mðnnum ekki. Bnenin er ekki sro andleg, að ekki sé erviðleikar henni samfara. En sá maðr, sem með fram knúnum kröftum er til þess fcúinn

x

Sameiningin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.