Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.08.1907, Síða 13

Sameiningin - 01.08.1907, Síða 13
i6g Sumir þessir unglingar hafa gengið einn vetr, og hætt svo við, vonlitlir eða vonlausir um framtíðina. Þegar verið er að syngja þeim lof, sem þolanlega gengr í skólanum, væri ekki úr vegi að minnast lítið eitt á hina hliðina. Það er orðinn all- stór nafnalisti þeirra íslendinga, sem ýmist hafa hætt við nám á Wesley College, eða fallið við prófin, þó rétt sé einnig að geta þess, að til eru þeir islenzkir námsmenn við þann skóla, sem enga eða litla undirbúningsmenntun höfðu, þegar þeir komu þangað, og hafa þó leyst próf sín þolanlega af hendi. En á það er valt að treysta. Eigi nemandi sá, sem menntunar- laus byrjar á Wesley College, efnaða foreldra að, eða aðra fjár- haldsmenn, þá getr það vel farið, að hann byrji þar nám, ef hann gjörir sig ánœgðan með að eyða þremr árum við undir- búningsdeild skólans. En fæstir íslendingar eru svo efnum búnir, að ráðlegt sé, að eggja Þá á að gjöra slikar tilraunir. Það fer oft svo, sem eðlilegt er, að námsþráin veiklast við það að geta ekki verið jafnoki bekkjarbrœðra sinna, hversu vel sem unnið er, og er slíkt varla unglingum láandi. Eg vil því með línum þessum benda íslenzkum foreldrum, sem hafa í hyggju að láta börn sín njóta œðri menntunar, á það, að betra er, sjálfra þeirra vegna, að þau komi þangað árinu seinna, og sé þá hœfilega undirbúin: hafi lokið prófi úr alþýðuskólum fylkisins, eða menntazt á annan hátt svo mikið, að jafngildi þess sé. Á síðastliðnu skólaári hafa 30 íslenzkir nemendr alls stund- aö nám við Wesley College. Af þeim hópi útskrifuðust fjórir og 17 fœrðust við vorprófin. Níu ýmist hættu námi eða féllu vi.ð prófin. Er það sem næst þriðjungr af öllum hópnum. I'jórir eða fimm af þessum 17 þurfa að ljúka prófi í einni eða tveimr námsgreinum í haust. Rétt er að geta þess, að þegar skýrsla nefndarinnar, sem annazt hefir íslenzkukennslu-embættið á Wesley, var samin (ig. Júní þ. á.J, voru ekki úrslit prófanna í undirbúningsdeild- inni orðin heyrum kunn. Hefði svo verið, býst eg varla við, að svo afdráttarlaust hefði verið hœlt hinum „efnilega og á- litlega hóp íslenzkra nemenda, sem nám stunduðu við Wesley College á síðastliðnu skólaári“, og „hinni glæsilegu framkomu við nýafstaðin próf“. Samt kœmi það ekki neitt undarlegar fyrir en yfirlýsingin um, að kirkjufélaginu sé „farnir að aukast starfskraftar fyrir bað, sem bað hcfir í barfir skólamálsins unn- ið“, á þann hátt að allir íslenzku piltarnir, sem útskrifuðust af skólanum, hafi tekizt á hendr trúboðsstarf fyrir kirkjufélagið. Nei, ástœðan til þess að vér tókum til starfa við trúboð er

x

Sameiningin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.