Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.08.1907, Page 23

Sameiningin - 01.08.1907, Page 23
179 sem áðr átti heima í Minneota, Minn. Útgáfan er prýðilega af hendi leyst, og eiga þeir báðir, sem helzt hafa að henni unnið, beztu þakkir skilið fyrir frammistöðuna. Það eru að eins úr- valsljóð eftir „Fjallaskáldið“ íslenzka, sem hér birtast. 1 hin- um fyrri útgáfum af kvæðum Kristjáns var sumt, og ekki all- fátt, sem ýmist hafði allsendis ekkert skáldskapar-gildi eða bein- línis ljótt og óhœfilegt til að birtast á prenti. Öllu slíku er nú rutt burt í hinni nýju útgáfu, sem einmitt fyrir þá sök er miklu meira virði en hinar eldri. En svo eykr það og verðmæti henn- ar, að aftan við kvæðin er prentuð einkar vönduð ritgjörð um skáldið og umheim hans í œsku, þar sem gjörð er grein fyrir því, að hann mótaðist svo andlega eins og ljóð hans í heild sinni sýna. Ritgjörð sú er eftir séra Björn, og er Þar í þáttr frá föður hans heitnum, bróður Kristjáns, mjög mikils virði. Tvö kvæði eru í nýju útgáfunni, sem ekki voru i hinum fyrri. Verð bókarinnar í vönduðu bandi er $1.25 og i skrautbandi Bandalag unga fólksins í Fyrsta lúterska söfnuði í Winni- peg hafði fyrir löngu ákveðið að hafa í ár sumarskemmtan sína —picnic—á Gimli í Nýja íslandi 9. Ágúst. Bauð það samskon- ar félögum í Tjaldbúðarsöfnuði og í Selkirk að vera með í þeirri skemmtiför, sem þau og Þágu fúslega. Förin heppnað- ist ágætlega. í söfnuðinum lút. á Gimli er eitt slíkt bandalag, og bœttust eins og að sjálfsögðu meðlimir þess í hópinn. Kven- félag Gimli-safnaðar sá mönnum fyrir líkamlegum veitingum. , Park“-svæði mjög prýðilegt er norðan til í bœjarstœðinu, og hófst skemmti-samkvæmið þar með bœnagjörð, söng og stuttu rœðuhaldi, sem 'hr. Karl J. Ólson stýrði. Síðan fórti fram margskonar líkamts-íþróttir cg leikir. Veðrið var inndælt. Fimm til sex hundruð manns tóku þátt í skemmtiförinni. íslendinga-byggðin í Muskoka í Ontario dvínar óðum. Að eins fjórar íslenzkar fjölskyldur eiga þar nú heima—við póst- hús það, er Ffekla nefnist. Einn hinna fáu íslendinga Þar, hr. Gísli Einarsson, sem átt hefir nærri því þrjátíu ár heima í landi þessu þar austr frá, brá sér hingað til vestrbyggðanna íslenzku fWinnipeg, Selkirk, GimliJ í byrjan þessa mánaðar, og frœddi hann oss um þetta. Hann gaf 5 dollara til hins fyrirhugaða gamalmennahælis í Winnipeg, sem kvenfélag Fyrsta lúterska safnaðar hefir á dagskrá, og má nokkuð af því marka áhuga hans fyrir kristilegum félagsmálum vorum.

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.