Sameiningin - 01.08.1907, Síða 30
hugsun viröist oft vera ofan á, að ekki sé þaö hættulegt, þó
brotiö sé í smá-atriöum á móti lögunum. Þaö geri ekkert til.
íÞaö sé smámunir einir. Því er þá gleymt, aö eins og hús veik-
ist, þótt ekki komi 'nema lítið los á binding þess, eins veikist
virðingin fyrir lögum og hlýðni við þau, þegar leyft er að brjóta
á móti þeim, þótt ekki sé nema í 'smá-atriðum.
En svo er ekki æfinlega að eins um smá-atriði að ræða,
þegar til óhlýðninnar kemur. Margur heldur, að saklaust sé
að brjóta á móti lögum, ef hann hefir hag af því, og engin
hætta sé á því fyrir hann — ef honum annaðhvort tekst að koma
því svo fyrir, að hann verði aldrei uppvís að því að hafa brotið
eða komist á bak við lögin, eða þá hann veit, að lögunum sé ekki
stranglega framfylgt, eða að honum leyfist það, sem öðrum
ekki leyfist.
Þegar eins stendur á, verður hlýðnis-skyldan ekki framar
heilög skylda, heldur að eins skylda, sem fer eftir því, hvernig
á stendur í það og Það skiftið — hvort sá, sem hlýða á, hefur
hag eða óhag, þægindi eða óþægindi, af því að hlýða. En þegar
hagur manns og þægindi skipa öndvegi í stað hlýðnis-skyldunn-
ar, þá hefur óstjórnin sest við stýrið.
Augljóst ætti öllum það að vera, hve afar nauðsynlegt sé
að innræta börnunum og unglingunum hlýðnis-skyldu við lögin;
að á því ríði, að koma inn hjá þeim tilfinning fyrir helgi lag-
anna og ágæti þeirra, og að þau sé ekki neitt ófrelsis-haft,
heldr lögleysið—það sé til ills. Það eyfii en byggi ekki.
ýMeiraJ
VERIÐ HLÝÐIN!
Börnin góð! Frelsarinn er fullkomin fyrirmynd, af því
hann lifði heilögu lífi. í honum finnum við allar þær dygðir,
sem við ættum að kappkosta aö efla hjá okkur. Við ættum þá
að reyna aö feta í hans fótspor að svo miklu leyti sem við get-
um, elska eins og hann elskaði, biðja eins og hann bað, vera hóg-
vær og lítillát ei'ns og hann var hógvær og lítillátur, og taka Þátt