Sameiningin

Ukioqatigiit

Sameiningin - 01.08.1907, Qupperneq 34

Sameiningin - 01.08.1907, Qupperneq 34
NÆGJUSBMI. Kona nokkur, sem var kennari í alþýöuskóla í Danmörku, sagði viö hóp af litlum stúlkum, sem nýbyrjaöar voru á öðru skóla-ári sínu, að sér þætti vænt um, ef þær vildu skrifa sér til og segja sér frá því, hvernig þeim hefði liðið í sumarleyfinu. Nokkrar þeirra skrifuðu henni svo bréf og gerðu eins og húti hafði beðið. Eitt af bréfunum hefur nú kennarinn geymt í 20 ár. Henni fanst svo mikið til um það. Ekki fyrir það, hve snyrtilega það væri skrifað eða vel orðað, 'né fyrir það að það bæri vott um svo miklar gáfur. Ekki neitt slíkt einkendi bréfið. Heldur vegna hjartalagsins, sem það bar vott um. ÞaS var það, sem hafði talað til hennar þá, og talaði til hennar öll þessi 20 ár. Bréfið hljóðaði svo: „Eg hef verið í viðar-skálanum hjá pabba, og þvegið leir- tauið og gólfið fyrir mömmu og passað barnið, og mér hefur liðið svo vel.“ Þetta var nú mesta ánægjan hennar í sumarleyfinu — aS hjálpa pabba sínum og mömtnu. Hún hefur ekki verið að heimta þetta eða hitt, né nöldra út af því að hún væri látin gera alt þetta, þegar aðrar stúlkur væru að leika sér. Ekki eru allar stúlkur ánægðar með önnur eins kjör. Þær eru jafnvel ekki ánægðar, þó kjör þeirra sé margfalt betri en annarra. Vinnan, sem heimtuð er af þeim, miklu minni. Og skemtanirnar, sem þær geta veitt sér, miklu meiri. Þær eru með ólund. Og svo líður þeim illa. Eru lasnar og Þola ekki neitt. Ólundin og óánægjan gerir margan vesalan. En nægju- semin og ánægjan hins vegar margan heilsugóðan. Ef meira væri af nægjusemi og ánægju hjá okkur mönn- unum, þá væri sumarið okkar lengra. Meira af sól í lífinu. Temjum okkur nægjusemi. SÖGUR UM DÝR. fÞýtt—handrit H. Kr. Fr.ý VIII. Þá er Karl konungur áttundi sat að ríkjum á Frakklandi. var maður einn af lífvörðum konungs, er Aubry hét. Hann átti í miklum fjandskap við annan mann að nafni Macaire.

x

Sameiningin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.