Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.02.1950, Blaðsíða 5

Sameiningin - 01.02.1950, Blaðsíða 5
Sameiningin Þriðja íjósið sem við þurfum að tendra í sálum okkar. er Ijós kœrleikans. Kærleikurinn þýðir og vermir alt mann- legt líf og alla afstöðu manna. Hann fellur aldrei úr gildi. Hann umber, þolir, þráir og vonar hið bezta. Kærleikurinn er leiðarljós, sem Guð hefir lánað oss á dimmvegum þessa lífs. í ljósi kærleikans er birtu og yl varpað á öll hlutverk, samlíf og félagsstörf manna. Það er heilagt gróðurmagn sem í kærleikanum býr. Skorti kærleikann, er eins og skáldið orðar það: „Himinn líkt og líkhús tjöld —• og lífið eintóm kvöl“. — Fjórða IjósiÖ er ég nefni, er Ijós hins andlega innsýnis — ljósið er birtir hið eilífa lífið. Þannig lætur skáldið það ske í sögunni er að var vikið, að litla stúlkan sá dýrðarsýn — dýrð Guðs, er lýsti henni deyjandi heim til Guðs. Þetta er ljós hins eilíía sannleika, sem byggist á trú, von og kær- leika, sem Jesú barnið, jólagjöf Guðs til mannanna, kom að birta og boða. Þetta ljós lýsir upp öll vandamál ellinnar og fullorðinsáranna, ekki síður æsku og miðaldursskeið mannlegrar æfi. Þrautir lífs og þungar skyldur fá á sig nýjan blæ í sannfæringunni um eilíft líf, er bíður okkar við hin miklu vistaskipti. Þetta er sá grundvöllur sem kristilegt líf, von og vissa byggist á. Þetta ljós lýsir alt mannlífið. Ljósið streymir frá Jesú sjálfum, — og lýsir inn á leiðir ársins nýja. — Nokkurn þátt eigum við hvert og eitt f því að tendra sjálf þetta ljós. Guð hefir gefið okkur alt er við til þess þurfum að láta ljósin hans lýsa inn í huga og heim- ili, til að blessa alt samlíf, félagsstörf og samlíf vor manna. Gleðilegt ár í Jesú nafni! S. Ó. _______________-t-____________ Umgetning um útkomu Sameiningarinnar Með þá tilraun fyrir augum að minnka tekjuhalla Sameiningarinnar sem auðið er, verður þetta eintak blaðsins janúar-febrúar hefti. Á næstu mánuðum kem- ur blaðið út með venjulegum hætti. — S. Ólafsson

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.